A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
26.10.2018 - 11:51 |

Mega-Ekspres í Blábankanum

Mega Ekspres
Mega Ekspres

Ekki er þverfótað fyrir viðburðum í firðinum þessa dagana. Á mánudag mun danski stuð dúettinn Mega-Ekspress vera með feikna hressa dagskrá í Blábankanum. Klukkan 16:00 munu þau halda tónlistarvinnusmiðju fyrir fólk á öllum aldri en þar verður farið í alls konar spuna og hljóðsamsetningar. Strax í framhaldinu, klukkan 18:00, halda þau svo tradikómíska tónleika fyrir bæjarbúa. Aðgangur er auðvitað ókeypis og bæjarbúar og nærsveitungar eru hvattir til að fjölmenna.

Á Soundcloud síðu Mega-Ekspres má hlusta tóndæmi: https://soundcloud.com/mega-ekspres

26.10.2018 - 10:50 |

Sigvaldi Kaldalóns til Þingeyrar

Elfar Logi og Sunna Karen
Elfar Logi og Sunna Karen

Nú á sunnudaginn mun Kómedíuleikhúsið sýna fertugasta og þriðja verk sitt, einleikinn um Sigvalda Kaldalóns, í Félagsheimilinu hér á Þingeyri. Einleikur þessi hefur fengið sérlega góðar viðtökur gagnrýnenda sem áhorfenda og fær hann til að mynda þrjár og hálfa stjörnu frá leikdómssafni Þorgeirs Tryggvasonar

 

Þetta er vestfirskt verk í alla staði, en Bílddælingurinn Þröstur Leó Gunnarsson leikstýrir og höfundur verksins og leikari er Þingeyringurinn Elfar Logi Hannesson. Með honum á sviðinu er ísfirska tónlistar- og söngkonan Sunna Karen Einarsdóttir sem flytur margar af ástsælustu perlum Sigvalda. Leikmynd og búninga annast Marsibil G. Kristjánsdóttir.

 

Sýningin hefst klukkan 15:00. Dýrfirðingar, komum saman í Félagsheimilinu okkar og eigum notalega stund saman.

25.10.2018 - 17:14 |

Fyrsti snjórinn

Þingeyri 25. október 2018
Þingeyri 25. október 2018
Þingeyrarvefurinn er hafsjór af fróðleik og heimildum um mannlífið í Dýrafirði. Það er því ekki úr vegi að skjalfesta hér með að haustið 2018 kom fyrsti snjórinn þann 25. október. Það er þó ekki líklegt að hann staldri lengi við því að á sunnudaginn á að hlána. Meðfylgjandi er hér mynd sem tekin var í morgunsárið.
22.10.2018 - 15:45 |

Dýrafjarðargöng - vika 42

Stafninn í Dýrafirði eftir fyrstu sprenginguna
Stafninn í Dýrafirði eftir fyrstu sprenginguna
« 1 af 2 »

Í vikunni var viðhafnarsprenging í göngunum í Dýrafirði og síðan var farið á fullt með gangagröft. Í lok vikunnar var búið að grafa 34,4 m sem er 1,8 % af leggnum sem er eftir (sem er 1.643,4 m) og er þá búið að grafa 69,6 % af heildarlengd ganganna. Efnið úr göngunum var notað í aðstöðusköpun en enn er unnið í frágangi á svæðinu, skemmum og skrifstofum. Í göngunum Arnarfjarðarmeginn var haldið áfram með lokastyrkingar í hægri vegg.


Allir starfsmenn sem starfa í Dýrafirði eru fluttir yfir frá Arnarfirði.


Engin vegavinna var í gangi í Arnarfirði en í Dýrafirði var lítillega unnið í námum og í veginum. Við Hófsána í Arnarfirði var unnið við mölun á efni sem verður notað í göngunum síðar.


Unnið hefur verið við mótauppslátt og járnalögn í nyrðri stöpli brúarinnar yfir Mjólká og styttist í að hann verði tilbúinn undir steypu.

17.10.2018 - 14:10 |

ATH!

ATH! Vegna óviðráðanlegra orsaka tefst sprengingin við Dýrafjarðargöng til klukkan 20 í kvöld, jafnvel lengur.
17.10.2018 - 12:00 |

Hús á ferð og flugi

Flestir Dýrfirðingar kannast við húsið að Brekkugötu 5, en fyrrum forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson dvaldist þar mikið á æskuárum sínum. Árið 2008 kviknaði í húsinu og stóð það óhreyft í 6 ár, þangað til ísfirski smiðurinn Magnús Alfreðsson og kona hans Áslaug Helgudóttir keyptu það í þeim tilgangi að gera það upp.

 

Þótti þeim húsið standa óþarflega mikið út á götuna svo Magnús brá á það ráð að steypa nýjar undirstöður undir það, tveim metrum frá götunni. Á dögunum var svo kranabíll fenginn til að færa það. Íbúar sýndu þessu mikinn áhuga þó framkvæmdin stæði yfir á miðjum vinnudegi. Við vorum umkringt nágrönnum hússins og öðrum áhugasömum íbúum á Þingeyri. Það sem meira er þá stukku fram aðstoðarmenn sem hjálpuðu við að stýra húsinu ofan á nýja staðinn sagði Áslaug í samtali við Þingeyrarvefinn. Það voru margir sem gáfu sig á tal við okkur eftir flutninginn, sem lýstu yfir ánægju og áhuga fyrir verkefninu

 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem húsið er fært til. Það stóð nefnilega fyrstu árin að Lækjarósi og var flutt yfir fjörðinn fyrir rúmlega 100 árum.

Við þökkum þeim Áslaugu og Níelsi kærlega fyrir myndirnar.

16.10.2018 - 15:07 |

Fyrsta sprenging

Á morgun, miðvikudaginn 17. október, kl. 15 verður fyrsta sprengja sprengd hér Dýrafjarðarmegin í Dýrafjarðargöngum. Í tilefni þess bjóða verktakarnir áhugasömum heimamönnum að vera viðstaddir. Engar veitingar verða framreiddar, en viðstöddum gefst færi á að rölta upp að sprengjusvæði að sprengingu lokinni og virða svæðið fyrir sér.

Vegurinn frá Ketilseyri að vinnusvæði er lélegur og því einungis fær jeppum. Stígvél eru æskilegur skóbúnaður.

Ályktun frá Þingeyrarakademíunni:

 

Fréttir úr miðbæ Reykjavíkur herma að þar sé verið að byggja einhverjar ofuríbúðir og lúxusverslanir. Ekki nóg með það. Heldur ofur bílakjallara undir strætum og torgum, þar sem gætir sjávarfalla. Margrét Kristín Blöndal, formaður Leigjendasamtakanna, segir að ástandið í leigumálum hafi aldrei verið verra. Það sé hreint út sagt skelfilegt. Bíllinn er náttúrlega númer 1, 2 og 3. Og forsætisráðherrann okkar horfir á út um gluggann hjá sér. Og er ekki borgarstjórinn þarna handan við húshornið?

Þingeyrarakademíunni finnst nú eiginlega nóg komið af bílakjöllurum, verslunarhúsnæði og hótelum. En við verðum að byggja hentugar íbúðir yfir lifandi fólk sem er nánast á götunni. En hótel skal byggja á kirkjugarðinum. Það segir sig sjálft. Þá er vitleysan fullkomnuð. Íslensk stjórnsýsla er því miður oft algjörlega úti að aka og virðist vera að hruni komin. Það skyldi þó ekki vera að margir sem stjórna þar á bæ séu orðnir skaðmenntaðir? 

Við flytjum inn erlenda  verkamenn í stórum stíl. Fjöldi þeirra eru látnir þræla á smánarlaunum og búa við hörmungar. Margir atvinnuveitendur þeirra stela af þeim öllu steini léttara. Hvað margir þeirra skyldu hafa fellt blóð, svita og tár við umrædda bílakjallara og snobbhýsi beint fyrir framan nefið á stjórnvöldum landsins?

Við leyfum okkur að minna á orð Stefáns Karls heitins leikara: Dustum vitleysuna burt!

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31