25.09.2018 - 14:57 |
Frá Hreppsnefnd Auðkúluhrepps
Til hamingju með áfangann Metrostav og Suðurverk!
Á laugardaginn um kl. 17 sprengdi verktakinn síðustu færuna í göngunum Arnarfjarðarmegin og var slegið til mikillar matarveislu um kvöldið. Svo segir á bb.is.
Það síaðist út í morgun, að hreppsnefnd Auðkúluhrepps hafi haldið símafund í sveitasímanum á miðnætti í gærkvöld í tilefni þessara merku þáttaskila. Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum að færa verktökunum Metrostav og Suðurverki einlægar hamingjuóskir með áfangann. Hrópuðu hreppsnefndarmenn ferfalt húrra fyrir þessum köppum svo glumdi við í öllum símum í
hreppnum. Enda margir að hlusta!
Hallgr. Sveinsson.