„Allrahanda menning“ veitir 10 milljónir í menningarstyrk
Í fyrradag, þriðjudaginn 29. desember 2015, kom stjórn sjóðsins „Allrahanda menning“ saman í Múlakaffi í Reykjavík til úthlutunar menningarstyrkja á árunum 2016 – 2020.
Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi fékk 10 milljónir til mannlífs- og menningarstarfs. Er þetta framhald á stuðningi sjóðsins við Hrútavinafélagið á árunum 2010 – 2015 sem var þá 5 milljónir.
Hrútavinafélagið Örvar er; félags-, mannlífs- og menningarlegt samafl brottfluttra Vestfirðinga og heimamanna á Suðurlandi og hefur hin gjörva hönd félagsins komið víða að málum mannlífinu til heilla.
Í stjórn „Allrahanda menningarsjóðsins „ eru: Björn Ingi Bjarnason, Guðmundur Sigurðsson, Reynir Traustason, Sigurdór Sigurðsson og Þórir Garðarsson.
Hrútavinafélagið Örvar þakkar þennan mikla stuðning og er þegar hafin stefnumótun menningarstarfs á tímabilinu 2016 – 2020.
Myndirnar eru frá fundinum í Múlakaffi og sérstakir gestir fundarins í lokin voru Hrútavinirnir í Noregi þau Svanhildur Guðmundsdóttir og Sigurður Skagfjörð Ingvarsson.