27.01.2016 - 06:49 | Hallgrímur Sveinsson
Sjónvarpsspjall: - Þátturinn Rætur
Eitthvað það allra besta sem sýnt er í íslenska sjónvarpinu þessa dagana er þátturinn Rætur.
Sigríður Halldórsdóttir, sem þekkt er úr Landanum, er þar við stjórnvölinn. Þar ræðir hún við erlent fólk sem flutti til Íslands á ýmsum tímum og hefur auðgað mannlífsflóru okkar og beinlínis orðið Íslendingar. Það hafði frá fáu að hverfa í heimalöndum sínum nema hörmungum. Hér hjá okkur hefur þetta fólk fundið sjálft sig. Orðið liðtækt á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Það er ánægjulegt að sjá.
Megum við vel minnast þess að eitt sinn vorum við sjálf flóttamenn.
Sjónvarpið getur gert góða hluti þegar það vill.
Sigríður Halldórsdóttir, sem þekkt er úr Landanum, er þar við stjórnvölinn. Þar ræðir hún við erlent fólk sem flutti til Íslands á ýmsum tímum og hefur auðgað mannlífsflóru okkar og beinlínis orðið Íslendingar. Það hafði frá fáu að hverfa í heimalöndum sínum nema hörmungum. Hér hjá okkur hefur þetta fólk fundið sjálft sig. Orðið liðtækt á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Það er ánægjulegt að sjá.
Megum við vel minnast þess að eitt sinn vorum við sjálf flóttamenn.
Sjónvarpið getur gert góða hluti þegar það vill.