18.03.2016 - 18:59 | Hallgrímur Sveinsson
Frétt dagsins: - Gunnar lagður af stað að moka Hrafnseyrarheiði!
Gunnar Gísli Sigurðsson lagði af stað í morgun á Payloader sínum fram Brekkudal til að moka Hrafnseyrarheiði. Þeir voru búnir að skoða snjóalög um daginn, hann og Guðmundur Björgvinsson hjá Vegagerðinni. Snjór er nú minni í heiðinni en var á sama tíma í fyrra. Tekið skal fram, að þetta er ekki Aprílgabb! Enda 1. apríl ekki kominn.
Ekki hafa oss borist fregnir af snjóalögum á Dynjandisheiði, né hvort fyrirhugaður sé mokstur þar fyrir páska.