24.03.2016 - 21:20 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson
Vefritið Vestfjarðatíðindi - 1. hefti - marz 2016
Vefritið Vestfjarðatíðindi 1. hefti 2016, málgagn Vestfirska forlagsins, kom út á Vefnum í dag. Þetta vefrit er ætlað öllum þeim er unna Vestfjörðum á einhvern hátt. Því er ætlað að kynna mannlíf og sögu kynslóðanna á þessum hluta landsins, sem sumir telja óbyggilegan. Er það sams konar efni og Vestfirska forlagið hefur birt í útgáfubókum sínum og ritum, sem nú eru komin á fjórða hundrað talsins. Auk þess fjallar vefritið um ýmis mál sem eru efst á baugi í þjóðfélaginu. Sumt af efni þess hefur áður birst á Þingeyrarvefnum.
Vestfjarðatíðindi koma fram á sínum eigin forsendum og eru engum háð. Hallgrímur Sveinsson ritstýrir og umbrot annast Nína Ivanova.
Vestfjarðatíðindi 1. tbl. mars 2016