A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Landsbankinn á Þingeyri.
Landsbankinn á Þingeyri.

Sá sem hér bankar á tölvu, fór í bankann sinn á Þingeyri í gær vegna pappíra sem hann þurfti að skila í sambandi við Tortóluviðskipti eiginkonu sinnar. Skriffinnskan er mikil í sambandi við þau viðskipti öll. Þetta er náttúrlega djók eins og krakkarnir segja. Hitt er annað og er ekki djók, að þegar hann kom inn í Landsbankann sinn á Þingeyri, biðu rúmlega tuttugu manns eftir afgreiðslu. Það er alveg hreina satt! En það er ekki sök starfsfólksins sem er afburða lipurt. Þar koma aðrir við sögu sem vita hvar á að spara. Þetta er náttúrlega mjög þjóðhagslega hagkvæmt og minnir á að biðraðir í kommúnistaríkjunum voru ein aðal atvinna fólksins í sæluríkjum sósíalismans.

Frá því er að segja í þessu sambandi, sem við höfum áður fjallað um, að nú er læknir farinn að koma tvisvar í viku til Þingeyrar frá Ísafirði einn og hálfan tíma í senn. Þetta voru ánægjuleg og óvænt tíðindi, en áður komu læknar einu sinni í viku á staðinn. Auðvitað er þetta mjög skynsamlegt og þjóðhagslega verulega hagkvæmt, því margir þurfa að vitja læknis öðru hvoru. Minna stress fyrir báða aðila segja allir.

   Landsbankinn ætti að taka heilbrigðisþjónustuna til fyrirmyndar og hafa opið tvisvar í viku á Þingeyri. Þetta er óttalegt stress að hafa opið bara einu sinni í viku í einn klukkutíma. Það er alveg búið að sannprófa það að margir þurfa nauðsynlega á bankaþjónustu að halda í Dýrafirði, ekki síður en læknisþjónustu. Þetta er nákvæmlega sama lögmálið. Niður með stressið! Upp með skynsamlega bankaþjónustu!

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31