Hraðsamtalið: - Slökkviliðið á Þingeyri leitar eftir kvenfólki í liðið!
Halldór Gislason er nýbakaður liðsstjóri slökkviliðsins á Þingeyri.
-Hverjir eru í liðinu með þér, Halldór?
-Það eru Danni, Haukur Jón í Hólum, Alex bróðir, Wouter, Jóhann hennar Ragnheiðar, Daríus, Sigmundur og Hákon.
-Sem sagt ekkert kvenfólk?
-Við erum að leita að fleiri liðsmönnum og þar á meðal kvenmönnum. Þær eiga svo sannarlega heima þar.
-Hvert er starfssvæði slökkviliðsins á Þingeyri?
-Það nær frá Langanesi í Arnarfirði og alla leið að Ingjaldssandi.
Slökkviliðsstjórinn á Ísafirði er svo okkar yfirmaður.
-Bera menn ekki einhverja titla í liðinu?
- Það eru reykkafarar, stigamenn, dælumaður og ökumenn.
-Hvað á maður að gera ef kemur upp eldur?
-Hringja í 112, neyðarlínuna. Þá fæ ég símhringingu og liðsmennirnir SMS frá Svæðisstjórn. Svo má ekki gleyma brunaboðanum á Ráðhúsinu.
-Þið hafið verið að æfa ykkur undanfarið.
-Já, brunahanaæfing og slönguæfingar hafa verið í gangi. Svo er allsherjaræfing framundan.
-Þið eruð semsagt alltaf á vaktinni og alltaf tilbúnir?
-Já, já. Það fylgir þessu heilmikil ábyrgð. Við þurfum alltaf að vera viðbúnir eins og skátarnir!