12.05.2016 - 10:45 | bb.is
Halldórs Högna bikarinn til Þingeyrar
Hið árlega Halldórs Högna mót í boccia fór fram á Þingeyri á sunnudaginn. Það var Íþróttafélagið Ívar á Ísafirði sem stóð fyrir mótinu í samvinnu við Íþróttafélagið Höfrung á Þingeyri. Átta lið tóku þátt í mótinu, en það voru 2 lið frá Ívari, 3 lið frá Kubba og 3 lið frá Þingeyri. Sigurvegarar mótsins í ár voru frá Þingeyri, og fengu farandbikar að launum.
Að lokinni keppni bauð Ívar þátttakendum upp á kaffi og meðlæti.
Að lokinni keppni bauð Ívar þátttakendum upp á kaffi og meðlæti.