A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
27.05.2016 - 07:15 | Guðmundur Jón Sigurðsson,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

Sóley ÍS 225 í hálfa öld - dagskrá afmælisferðar

Sóley ÍS 225 sem lengi var gerð út frá Flateyri. Kom ný til Flateyrar þann 27. maí 1966.
Sóley ÍS 225 sem lengi var gerð út frá Flateyri. Kom ný til Flateyrar þann 27. maí 1966.
« 1 af 3 »

Starfshópur um 50 ára afmæli Sóleyjar ÍS 225 frá Flateyri kom saman til fundar í gær hvar lögð var hin þekkta lokahönd á gerð dagskrár fyrir afmælisferðin á laugardaginn 28. maí 2016. Starfshópinn skipa Gudmundur Einar JonssonGuðmundur Sigurðsson og Björn Ingi Bjarnason.

Svo segir í bókun fundarins:

Ákveðið er að -Menningarsjóður Allrahanda- bjóði til 50 ára afmælisferðar Sóleyjar ÍS 225 laugardaginn 28. maí 2016 og hefur ferðin fengið heitið:

„Brunað um boðaföll Sóleyjar á Suðurlandi"

Heiðursgestur í ferðinni verður Emil Ragnar Hjartarson kennimaður, skólastjóri og sagnameistari.

Dagskrá:

Hafnarfjörður – Kænan kl. 09:00 
Samverustund með Sóley ÍS 225 
Röst SK 17 (Sóley ÍS 225) liggur þar við bryggju.

Stokkseyri kl. 11:00 
Sóley ÁR 50 (Sóley ÍS 225) í útgerðarsögu Stokkseyrar og fl.
Þórður Guðmundsson – Elfar Guðni Þórðarson – Björn Ingi Bjarnason

Hafið bláa við Ölfusárósa kl. 12:30 
(Hádegisverður sem þátttakendur greiða sjálfir)

Þorlákshöfn kl. 13:30 
Heilsað uppá Jóhönnu ÁR 206 (Vísir ÍS 171) 
Hannes Sigurðsson – Björn Ingi Bjarnason

Grindavík kl. 14:30 
Sjóferðasögur, bryggjuspjall og bæjarstjóratal 
Ásgeir Magnússon – Friðrik Hafberg – Jón Gunnar Stefánsson

Vogar kl. 16:00 
Móttaka bæjarstjórans í Vogum, Ásgeirs Eiríkssonar 
Þuríður Halldórsdóttir GK 94 (Sóley ÍS 225) í útgerðarsögu Voga
Árni Magnússon – Magnús Ágústsson – Andrés Guðmundsson

Hafnarfjörður kl. 18:00 
Ferðarlok

Öllum sem eitthvað liggur á hjarta er velkomið að tjá sig á öllum stöðum og í bílnum líka. Þetta verður eins og Flateyri fortíðarinnar, fáar reglur og allar gleymdar. Því fleiri sem eitthvað geta lagt til málanna því skemmtilegra verður það.

Bílstjóri í ferðinni verður sjálfur Bíla-Bergur, Guðbergur Guðnason

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31