Sóley ÍS 225 í hálfa öld - dagskrá afmælisferðar
Starfshópur um 50 ára afmæli Sóleyjar ÍS 225 frá Flateyri kom saman til fundar í gær hvar lögð var hin þekkta lokahönd á gerð dagskrár fyrir afmælisferðin á laugardaginn 28. maí 2016. Starfshópinn skipa Gudmundur Einar Jonsson, Guðmundur Sigurðsson og Björn Ingi Bjarnason.
Svo segir í bókun fundarins:
Ákveðið er að -Menningarsjóður Allrahanda- bjóði til 50 ára afmælisferðar Sóleyjar ÍS 225 laugardaginn 28. maí 2016 og hefur ferðin fengið heitið:
„Brunað um boðaföll Sóleyjar á Suðurlandi"
Heiðursgestur í ferðinni verður Emil Ragnar Hjartarson kennimaður, skólastjóri og sagnameistari.
Dagskrá:
Hafnarfjörður – Kænan kl. 09:00
Samverustund með Sóley ÍS 225
Röst SK 17 (Sóley ÍS 225) liggur þar við bryggju.
Stokkseyri kl. 11:00
Sóley ÁR 50 (Sóley ÍS 225) í útgerðarsögu Stokkseyrar og fl.
Þórður Guðmundsson – Elfar Guðni Þórðarson – Björn Ingi Bjarnason
Hafið bláa við Ölfusárósa kl. 12:30
(Hádegisverður sem þátttakendur greiða sjálfir)
Þorlákshöfn kl. 13:30
Heilsað uppá Jóhönnu ÁR 206 (Vísir ÍS 171)
Hannes Sigurðsson – Björn Ingi Bjarnason
Grindavík kl. 14:30
Sjóferðasögur, bryggjuspjall og bæjarstjóratal
Ásgeir Magnússon – Friðrik Hafberg – Jón Gunnar Stefánsson
Vogar kl. 16:00
Móttaka bæjarstjórans í Vogum, Ásgeirs Eiríkssonar
Þuríður Halldórsdóttir GK 94 (Sóley ÍS 225) í útgerðarsögu Voga
Árni Magnússon – Magnús Ágústsson – Andrés Guðmundsson
Hafnarfjörður kl. 18:00
Ferðarlok
Öllum sem eitthvað liggur á hjarta er velkomið að tjá sig á öllum stöðum og í bílnum líka. Þetta verður eins og Flateyri fortíðarinnar, fáar reglur og allar gleymdar. Því fleiri sem eitthvað geta lagt til málanna því skemmtilegra verður það.
Bílstjóri í ferðinni verður sjálfur Bíla-Bergur, Guðbergur Guðnason