A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
21.06.2016 - 16:28 | bb.is,Vestfirska forlagið

Wayward spilar á LÚR

Wayward í úrslitum Músíktilrauna. Mynd af Fésbókarsíðu hljómsveitarinnar.
Wayward í úrslitum Músíktilrauna. Mynd af Fésbókarsíðu hljómsveitarinnar.
Í lokahófi listahátíðarinnar LÚR, sem fer fram á Silfurtorgi kl. 17 á laugardaginn, spilar hljómsveitin Wayward en hún var kosin hljómsveit fólksins á Músíktilraunum 2016. Í hljómsveitinni eru þrír Dýrfirðingar, þau Agnes Sólmundardóttir sem syngur og spilar á fiðlu, Arnar Logi Hákonarson, sem syngur og spilar á kassagítar og gítarleikarinn Patrekur Ísak Steinarsson. Auk þeirra eru í hljómsveitinni: Arngrímur Bragi Steinarsson á rafgítar, Gunnar Ágústsson á bassa og Unnar Lúðvík Björnsson, sem spilar á trommur og slagverk. Hljómsveitin spilar þjóðlagaskotna popptónlist. 

Dýrfirðingarnir þrír hafa lengi spilað saman og sigruðu þau til að mynda Vestfjarðakeppni Samfés árið 2011 og margir muna eflaust eftir Agnesi og Arnari er þau kepptu í Ísland got talent árið 2014, þar sem þau komust alla leið í úrslitaþáttinn. 

Smiðjur listahátíðarinnar hófust í morgun en þær standa yfir fram á föstudag. LÚR er listahátíð ungs fólks sem haldin er á Ísafirði og er þetta þriðja árið í röð sem hún fer fram. Smiðjurnar sem eru í boði í ár eru þrjár, Tónlistarframleiðsla og flutningur, Design A City Of The Imagination og Óhefðbundin götulist. Andri Pétur Þrastarson sér um Tónlistarframleiðslu og flutning og mun hún snúast um tónlistarframleiðslu líkt og nafnið gefur til kynna. Þar verður leitast við að kynnast grunninum sem þörf er á til að vera framleiðandi í hljóðveri og tónlistarmaður á sviði og er smiðjan ætluð fyrir byrjendur og lengra komna. Smiðjunni líkur með flutning á tónlistarframleiðslu hópsins. 

James Abell kennir í smiðjunni Design A City Of The Imagination en hún fer fram á ensku 
Gefst þátttakendum á að spreyta sig á þrívíddargrafík og módelagerð meðal annars. Kennari á götulistanámskeiðinu er Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson og verður á námskeiðinu skapað í sameiningu óhefðbundið götulistaverk. Unnið verður með klippimyndir, teikningar og málverk sem verða límd með sérstakri tækni upp á vel valinn vegg á Ísafirði. 

Dagskrá hátíðarinnar er þétt og af dagskrárliðum má telja jóga, stutt danssmiðja, listasýningar. flóamarkaður, bingó og fleira. Hægt er sjá skoða alla dagskrána á vef hátíðarinnar


21. JÚNÍ ÞRIÐJUDAGUR

10:00 Smiðjur hefjast, mæting í Edinborgarhúsið.

12:00-13:00 Sameiginlegur hádegismatur fyrir þáttakendur í smiðjum.

16:00 Fyrsta smiðjudegi lokið .

16:30 Jóga Ísafjörður, Staðsetning: Sindragata 7 efri hæð gengið inn frá smábátahöfn. Verð á stökum tíma er 1.500,- LÚR tilboð fyrir tvo tíma kr. 2000

22. JÚNÍ MIÐVIKUDAGUR

10:00 Smiðjur halda áfram- mæting samkvæmt skilaboðum frá kennara.

12:00-13:00 Sameiginlegur hádegismatur fyrir þáttakendur í smiðjum.

16:00 Smiðjudegi lokið.

23. JÚNÍ FIMMTUDAGUR

10:00 Smiðjur halda áfram- mæting samkvæmt skilaboðum frá kennara.

12:00-13:00 Sameiginlegur hádegismatur fyrir þáttakendur í smiðjum. 

16:00 Smiðjudegi lokið. 

16:30 Jóga Ísafjörður, staðsetning: Sindragata 7 efri hæð gengið inn frá smábátahöfn. Verð á stökum tíma er 1.500,- LÚR tilboð fyrir tvo tíma kr. 2000

17:00 Setning hátíðarinnar, staðsetning: Silfurtorg Blásið í Lúrinn Sindri Freyr Sveinbjörnsson úr Ísland Got Talent flytur 2-3 lög

18:00-20:00 Smá danssmiðja, allir velkomnir, frítt inn! Staðsetning auglýst síðar, Kennari: Henna-Riikka Nurmi (Smiðjan mun halda áfram á laugardeginum, en þó er einnig í boði að mæta bara annan daginn.)

24. JÚNÍ FÖSTUDAGUR

10:00 Smiðjur halda áfram- mæting samkvæmt skilaboðum frá kennara.

12:00-13:00 Sameiginlegur hádegismatur fyrir þáttakendur í smiðjum.

16:00 Síðasta smiðjudegi lokið. 

16:30 Opnun á listsýningu Andreu Velgerðar Jónsdóttur og Þórðar Ingólfs Úlfs Júlíussonar Thomsen. @Bókasafnið

18:00 Opnun á vegglistaverki úr smiðju, Kennari í smiðju: Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson (Gulli) Staðsetning auglýst síðar.

18.00 Listasýning á verkum Ernu Mistar, Erna Mist, teiknari, penni og olímálari @Rögnvaldarsalur í Edinborgarhúsinu

20:00 Túrverk Sýning á útsaumsseríu eftir Sunnevu Elfarsdóttur Hún er 25 ára brottfluttur Ísfirðingur og upprennandi listamaður. Staðsetning: Nýja skóbúðin

25. JÚNÍ LAUGARDAGUR

11:00-13.00 Smá danssmiðja, allir velkomnir, frítt inn! Kennari: Henna-Riikka Nurmi Staðsetning auglýst síðar.

13:00-16:00 Flóamarkaður á torginu @Silfurtorg Allir velkomnir Skráning á lurfestival@gmail.com

14.00 Opnun á smiðju - Cities of the mind Kennari: James Abell, Staðsetning: Edinborg.

15:00 Flutningur á raftónlistarsmiðju Kennari: Andri Pétur Staðsetning auglýst síðar.

17:00 Lokahóf, Staðsetning: Silfurtorg, tónlist, andlitsmálning og almenn skemmtun! Allir velkomnir, frítt inn!

26.JÚNÍ SUNNUDAGUR

14:00 Bingó, Staðsetning: Rögnvaldarsalur í Edinborg

Sýningar frá hátíðinni munu einnig vera enn opnar



« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31