08.07.2016 - 06:53 | skutull.is,Vestfirska forlagið
Ómar Smári teiknar útivistarkort af Skutulsfirði
Ómar Smári Kristinsson myndlistarmaður og útivistarmaður hefur teiknað og gefið út útivistarkort af Skutulsfirði og nágrenni.
Á korstinu eru merktar fjölbreyttar gönguleiðir í Skutulsfirði og nágrenni, svo sem upp af Engidal, Dagverðardal og Seljalandsdal og upp í Naustahvilft og upp á Gleiðarhjalla. Þá eru helstu örnefni í Skutulsfirði merkt inn á kortið.
Á bakhliðinni er kort sem nær frá Álftafirði og vestur í Önundarfjörð sem sýnir gamlar og nýjar gönguleiðir um heiðar og fjöll.
Hægt er að nálgast útivistarkortið ókeypis í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og á fleiri stöðum.
Á korstinu eru merktar fjölbreyttar gönguleiðir í Skutulsfirði og nágrenni, svo sem upp af Engidal, Dagverðardal og Seljalandsdal og upp í Naustahvilft og upp á Gleiðarhjalla. Þá eru helstu örnefni í Skutulsfirði merkt inn á kortið.
Á bakhliðinni er kort sem nær frá Álftafirði og vestur í Önundarfjörð sem sýnir gamlar og nýjar gönguleiðir um heiðar og fjöll.
Hægt er að nálgast útivistarkortið ókeypis í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og á fleiri stöðum.