Skarðið heitir Heiðarskarð en ekki Kvennaskarð
Það er nóg að gera hjá björgunarsveitunum okkar þessa dagana. Í morgun mátti lesa eftirfarandi frétt á mbl.is:
„Erlendur ferðamaður hafði samband við Neyðarlínuna um þrjúleytið í nótt. Maðurinn var fastur í snjó í Kvennaskarði við Kaldbak, en þar um liggur vegslóði yfir í Arnarfjörð. Björgunarsveitin Dýri á Þingeyri kom manninum til aðstoðar og losaði hann úr snjónum og hélt hann áfram för sinni að því loknu.“
Umrætt skarð á Álftamýrarheiði eða Fossdalsheiði, eins og sumir eru harðir á að heiðin heiti, ber nafnið Heiðarskarð en ekki Kvennaskarð. Kvennaskarð er nokkru framar en heiðin. Þar var oft farið á vetrin og þótti þægilegra en að fara Heiðarskarð. Svo sagði Knútur okkar á Kirkjubóli og er rétt að halda því til haga.