A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
14.07.2016 - 08:19 | Vestfirska forlagið,bb.is

Hlaupahátíð á Vestfjörðum: - Met þátttaka tvöfaldri Vesturgötu

Frá Vesturgötuhlaupi.
Frá Vesturgötuhlaupi.
« 1 af 3 »
Met þátttaka er í tvöfalda Vesturgötu í ár en leiðin var fyrst hlaupin árið 2006 og verður því hlaupin í ellefta sinn í ár. „Það gleður okkur sérstaklega mikið þar sem þátttaka hefur oft verið dræm. Þetta skemmtilega og krefjandi hlaup virðist vera að stimpla sig inn á meðal hlaupara af báðum kynjum,“ segir Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda hlaupsins, í samtali við BB. Vesturgötuhlaupið er hluti af árlegri Hlaupahátíð á Vestfjörðum og hefst hún á föstudag og stendur fram á sunnudag. Dagskráin verður með sama sniði og undanfarin ár. 

Margir þekktir hlauparar hafa skráð sig nú þegar segir Guðbjörg, meðal annars ætlar Kári Steinn Karlsson að hlaupa bæði 21 km í Arnarneshlaupinu og 45 km í Vesturgötuhlaupinu. „Ingvar Ómarsson atvinnumaður í hjólreiðum verður keppandi í Vesturgötuhjólreiðunum en þær eru líka Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og stefnir í metþátttöku þar. Tuttugu og tveir eru skráðir í 45 km Vesturgötu og hafa aldrei verið fleiri, einnig mjög góð þátttaka í öðrum greinum. Ísfirðingar eru oft seinir að skrá sig, fer allt eftir veðri, sem á reyndar að verða frábært um helgina,“ segir hún . 

Keppni hefst með sjósundi og Arnarneshlaupi á föstudag og strax um kvöldið verður verðlaunaafhending á Silfurtorginu á Ísafirði. Guðbjörg hvetur bæjarbúa til að fjölmenna á Silfurtorgið og hvetja hlauparana en þeir koma þar í mark. Hluti af afmælisdagskrá Ísafjarðarbæjar vegna 150 afmæli Ísafjarðar fer fram á torginu þar sem Húlla Dúlla og Sirkus Íslands sprella. Á laugardaginn verður keppt í svokölluðum Fjallahjólreiðum. Þá verður einnig keppt í skemmtiskokki og skemmtihjólreiðum. „Svo er líka fjölskyldudagskrá á laugardag á Þingeyri þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hlaup, hjól, jóga, veitingar í boði og skemmilegheit,“ segir Guðbjörg. 

Hlaupahátíðinni á Vestfjörðum lýkur á sunnudeginum með Vesturgötuhlaupi en þá er keppt í 10, 24 og 45 km hlaupum
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31