21.07.2016 - 12:51 | bb.is,Vestfirska forlagið
Þverun Dýrafjarðar hafði ekki áhrif á tegundaauðgi
Tæplega aldarfjórðungur er frá því að Dýrafjörður var þveraður við Lambadalsodda. Samkvæmt nýlegri rannsókn á botndýrasamfélögum fyrir innan og kemur fram að tegundaauðgi hafi ekki breyst markvert innan og utan þverunar. Rannsókninni var stýrt af dr. Þorleifi Eiríkssyni, fv. forstöðumanni Náttúrustofu Vestfjarða.
Vegurinn yfir Dýrafjörð var opnaður árið 1992 og áður en þverunin var gerð fóru fram umfangsmiklar rannsóknir á umhverfinu.
Náttúrustofa Vestfjarða fékk á sínum tíma styrk úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til að endurtaka ýmsar vistfræðirannsóknir og hafa verið gefnar út skýrslur um þær athuganir. Þannig hafa rannsóknir í Dýrafirði verið ítarlega bæði fyrir og eftir þverun, sem gerir fjörðinn að góðu dæmi um áhrif þverana. Við skoðun á niðurstöðum rannsókna á botndýrasamfélögum innan þverunar 2006 vaknaði spurning um hvort fjöldi dýra hefði aukist innan þverunar og ef svo væri hvort hægt væri að rekja þær breytingar til þverunarinnar. Hins vegar höfðu ekki verið tekin sýni utan þverunarinnar árið 2006 og þannig ekki hægt að segja til um hvort fjölgun dýra væri vegna þverunarinnar eða hvort almenn fjölgun hafi orðið á svæðinu.
Í nýlegri rannsókn var sýnataka endurtekin á tveimur stöðum utan þverunar og öðrum tveimur innan þverunarinnar. Sýnin voru svo greind á sama hátt og í fyrri rannsóknum og niðurstöður bornar saman.
Í skýrslunni kemur fram að niðurstöður benda til að tegundaauðgi hafi ekki breyst markvert en fjöldi einstaklinga hafi aukist bæði utan og innan þverunar. Tilgáta um að breyttir straumar hafi bætt lífsskilyrði var því ekki staðfest. Tilgátunni er heldur ekki hafnað því sýnatökustaðirnir innan og utan þverunar eru í svipaðri fjarlægð frá þveruninni og því gætu breyttir straumar einnig bætt lífsskilyrði utan þverunarinnar.
Vegurinn yfir Dýrafjörð var opnaður árið 1992 og áður en þverunin var gerð fóru fram umfangsmiklar rannsóknir á umhverfinu.
Náttúrustofa Vestfjarða fékk á sínum tíma styrk úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til að endurtaka ýmsar vistfræðirannsóknir og hafa verið gefnar út skýrslur um þær athuganir. Þannig hafa rannsóknir í Dýrafirði verið ítarlega bæði fyrir og eftir þverun, sem gerir fjörðinn að góðu dæmi um áhrif þverana. Við skoðun á niðurstöðum rannsókna á botndýrasamfélögum innan þverunar 2006 vaknaði spurning um hvort fjöldi dýra hefði aukist innan þverunar og ef svo væri hvort hægt væri að rekja þær breytingar til þverunarinnar. Hins vegar höfðu ekki verið tekin sýni utan þverunarinnar árið 2006 og þannig ekki hægt að segja til um hvort fjölgun dýra væri vegna þverunarinnar eða hvort almenn fjölgun hafi orðið á svæðinu.
Í nýlegri rannsókn var sýnataka endurtekin á tveimur stöðum utan þverunar og öðrum tveimur innan þverunarinnar. Sýnin voru svo greind á sama hátt og í fyrri rannsóknum og niðurstöður bornar saman.
Í skýrslunni kemur fram að niðurstöður benda til að tegundaauðgi hafi ekki breyst markvert en fjöldi einstaklinga hafi aukist bæði utan og innan þverunar. Tilgáta um að breyttir straumar hafi bætt lífsskilyrði var því ekki staðfest. Tilgátunni er heldur ekki hafnað því sýnatökustaðirnir innan og utan þverunar eru í svipaðri fjarlægð frá þveruninni og því gætu breyttir straumar einnig bætt lífsskilyrði utan þverunarinnar.