A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
23.07.2016 - 07:26 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Tengdamamma Dýrafjarðar: - Rak Veitingastofuna Vegamót í 30 ár

Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir, tengdamóðir Dýrafjarðar,  er sjötug í dag
Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir, tengdamóðir Dýrafjarðar, er sjötug í dag
Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir er sjötug í dag, 23. júlí 206.

Hún fæddist á Patreksfirði og voru foreldrar hennar Þuríður Petrína Gíslína Þórarinsdóttir frá Patreksfirði og Sveinbjörn Samsonarson frá Þingeyri.

Hún ólst upp í Króknum á Patreksfirði hjá móðurforeldrum sínum, Kristínu og Þórarni, þar sem hún fékk ástríkt uppeldi og átti góð æskuár. Eftir skólagöngu á Patreksfirði hélt hún áfram námi í Héraðsskólanum á Laugarvatni og síðar Húsmæðraskólanum í Reykjavík.

Hún giftist Hannesi Stephensen Friðrikssyni hinn 22. ágúst 1964. Þau eiga fjögur börn, Þórarin, Kristínu, Elfar Loga og Birnu Friðbjörtu. Barnabörnin eru 16 og barnabarnabörnin eru 6.

Þórunn Helga og Hannes hafa búið á Bíldudal öll sín hjúskaparár þar sem Helga hefur fengist við ýmis störf en saman ráku þau Veitingastofuna Vegamót á Bíldudal í tæp 30 ár. Hún hefur verið virk í félagsmálum í gegnum tíðina, verið meðlimur í Slysavarnadeildinni, Kvenfélaginu Framsókn og sá lengi um búningahönnun fyrir Leikfélagið Baldur. Hin síðari ár hefur hún verið virk í kirkjustarfi á Bíldudal; verið meðhjálpari, sungið með kirkjukórnum og séð um safnaðarheimilið á staðnum.

Helstu áhugamál Helgu eru útivera, garðrækt, hannyrðir og að njóta lífsins með fjölskyldunni.

Þórunn Helga ætlar að njóta dagsins á Bíldudal með ættingjum og vinum. Hún vill koma á framfæri að hún afþakkar afmælisgjafir en bendir á Líknarsjóð kirkjunnar á Bíldudal. Reikningsnúmer sjóðsins er 0153-26-100 og kennitala sóknarinnar er 460169-1439.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 23. júlí 2016.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31