A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Kofrinn í Álftafirði. Á gönguhelgi í Súðavík eru göngur af öllum gerðum.
Kofrinn í Álftafirði. Á gönguhelgi í Súðavík eru göngur af öllum gerðum.

Gönguhelgi í Súðavík fer fram nú á verslunarmannahelginnni og eru fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir í boði.
Framtakið er samvinnuverkefni Súðavíkurhrepps, göngufélags Súðavíkur, gönguklúbbsins Vesens og vergangs og Eyvindar ehf.

Dagskráin hófst í  gærkvöldi, fimmtudag, og stendur fram á mánudaginn 1. ágúst.

Í boði verða gönguferðir af öllum gerðum í og við Álftafjörð og nágrenni, en einnig er boðið uppá minigolf og heimsókn í Melrakkasetrið í Súðavík. Þar var einmitt kvöldvaka í gærkvöldi með upplestri og tónleikum.

 

Í dag, föstudaginn 29. júlí,  er á dagskrá síðdegisganga inn í Valagil og önnur upp á Kofra í leiðsögn Barða Ingibjartssonar í Súðavík, en hann er líklega sá maður, lífs eða liðinn, sem oftast hefur gengið á Kofrann.

Laugardagurinn 30. ágúst 2016
verður tekinn snemma með hafragrauti, lifrarpylsu og lýsisskammti á veitingastaðnum Jóni Indíafara. Hægt er að velja um fimm gönguleiðir þennan dag. Í fyrsta lagi ferð úr Hestfirði á Sjónfríð og yfir í Dýrafjarðarbotn. Önnur ferðin er á Sauratinda í leiðsögn Önnu Lindar Ragnarsdóttur. Þriðja ferðin er undir leiðsögn Ólínu Þorvarðardóttur þingmanns og þjóðfræðings með aðstoð Sigurðar Péturssonar sagnfræðings og verður farin gamla þjóðleiðin úr Álftafjarðarbotni yfir í Önundarfjörð. Þá verður einnig í boði sela- og  söguskoðun á Hvítanesi í Skötufirði og loks síðdegisganga um þorpið í Súðavík í fylgd Péturs Markan sveitarstjóra. Skemmtanir verða heima í Súðavík, varðeldur og ball í Samkomuhúsinu um kvöldið.


Sunnudagurinn 31. júlí 2016
hefst einnig á grautnum góða á Jóni Indíafara, áður en haldið er á gömlu þjóðleiðina yfir Þóruskarð í botni Engidals í Skutuldsfirði yfir í Seljalandsdal í botni Álftafjarðar. Á sama tíma er hægt að fara í fjölskyldugöngu í Valagil í Seljalandsdal eða á Bardaga sem er tindur á milli Álftafjarðar og Seyðisfjarðar og fær nafn sitt af bardaga tveggja dverga sem vörpuðu björgum. Á hádegi er fjölskylduganga í Heydal í Mjóafirði. Kómedíuleikhúsið verður aftur í Melrakkasetrinu síðdegis og þá er einnig síðdegisganga um Súðavík líkt og á laugardeginum. Um kvöldið verða tónleikar með Skúla Mennska í Súðavíkurkirkju.


Síðasta gangan er á mánudagsmorgninum 1. ágúst 2016
en þá verður farið aftur á Kofra með Barða Ingibjartssyni.

Nánar má sjá dagskrána hér á netinu.

Skipuleggjendur áskilja sér rétt til að breyta áætlun vegna veðurs. Ef aðstæður eru varasamar á fjöllum, verður boðið upp á láglendisgöngur í staðinn.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31