Vinnu við deiliskipulag Ólafsdals að ljúka
• Minjavernd gerir upp og endurgerir hús búnaðarskólans
Vinnu við gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir gömlu bæjartorfuna í Ólafsdal í Gilsfirði er að ljúka. Verður hún send til afgreiðslu hjá sveitarfélaginu Dalabyggð einhvern næstu daga, að sögn Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar. Þegar gengið hefur verið frá skipulagi verða teknar ákvarðanir um uppbyggingu Ólafsdalshúsanna. Þorsteinn telur víst að eitthvað verði byrjað seinnihluta næsta sumars.
Ár er síðan gerður var samningur sem fól í sér að Minjavernd tæki við eignum ríkisins í Ólafsdal til að endurbyggja gamla skólahúsið og önnur hús sem uppi standa og endurgera þau hús sem áður stóðu og tengdust skólanum.
...Meira