Skilti á kolvitlausum stað!
Vegna fréttarinnar hér á Þingeyrarvefnum um Minnisvarðann um Kollabúðafundina sem afhjúpaður var 29. júlí 1979 hefur hinn skeleggi Vestfirðingur Magnús Ólafs Hansson haft samband við okkur. Magnúsi er mikið niðri fyrir. Hann segir:
„Leyfi mér að senda þér upplýsingar um skelfilega afgreiðslu á upplýsingaskilti sem minna átti á umrædda fundi og póstsendingar sem ég sendi frá mér á þeim tíma. Skiltið átti auðvitað að setja upp við minnismerki um Kollabúðafundina á Kollabúðareyrum við Músará. Þetta skilti er búið að vera þarna í fjölda ára og verður sá hinn sami sem setti það upp eða lét setja það upp að koma því fyrir á réttum stað.
Magnús segir svo:
...Meira