A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
06.08.2016 - 07:16 | Vestfirska forlagið,Magnús Ólafs Hansson,Hallgrímur Sveinsson

Skilti á kolvitlausum stað!

Umrætt skilti sem Magnús Ólafs Hansson og fleiri vill láta setja á réttan stað. Við munum birta betri myndir af skiltinu og núverandi umhverfi þess innan skamms.
Umrætt skilti sem Magnús Ólafs Hansson og fleiri vill láta setja á réttan stað. Við munum birta betri myndir af skiltinu og núverandi umhverfi þess innan skamms.
« 1 af 2 »

Vegna fréttarinnar hér á Þingeyrarvefnum um Minnisvarðann um Kollabúðafundina sem afhjúpaður var 29. júlí 1979 hefur hinn skeleggi Vestfirðingur Magnús Ólafs Hansson haft samband við okkur. Magnúsi er mikið niðri fyrir. Hann segir:  


„Leyfi mér að senda þér upplýsingar um skelfilega afgreiðslu á upplýsingaskilti sem minna átti á umrædda fundi og póstsendingar sem ég sendi frá mér á þeim tíma. Skiltið átti auðvitað að setja upp við minnismerki um Kollabúðafundina á Kollabúðareyrum við Músará. Þetta skilti er búið að vera þarna í fjölda ára og verður sá hinn sami sem setti það upp eða lét setja það upp að koma því fyrir á réttum stað.


Magnús segir svo:

...
Meira
06.08.2016 - 06:27 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

6. ágúst 2016 - 115 ár frá bruna Hvalveiðistöðvarinnar á Sólbakka þann 6. ágúst 1901

« 1 af 2 »
5. apríl s.l. voru rétt 127 ár frá því Hans Ellefsen frá Stokke í Vestfold í Noregi og fylgdarlið komu til Sólbakka þann 5. apríl 1889 til uppsetningar hvalveiðistöðvar og útgerðar til hvalveiða frá Önundarfirði.
Strax var hafist handa við uppsetningu stöðvarinnar og annarar aðstöðu á Sólbakka. Á næstu árum var risin þar framleislumesta hvalveiðistöð fyrr og síðar í Norðurhöfum og var Sólbakka-stöðin stærsta atvinnufyrurtækið á Íslandi á sinni tíð með allt að 200 manns við störf....
Meira
05.08.2016 - 21:25 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Sögur spinnast um Fransmannsleiðið á Suðureyri við Tálknafjörð

Ráðgáta - Jón Þórðarson við nýja krossinn á Fransmannsleiðinu. Strompur sem tilheyrði gömlu hvalveiðistöðinni sést í baksýn.
Ráðgáta - Jón Þórðarson við nýja krossinn á Fransmannsleiðinu. Strompur sem tilheyrði gömlu hvalveiðistöðinni sést í baksýn.
« 1 af 2 »

Óþekktur sjómaður • Jón Þórðarson endurnýjar krossinn




„Þetta heitir Fransmannsleiði. Við vitum ekkert annað. Ég veit að einhverjir hafa verið að leita að heimildum en engar óyggjandi upplýsingar fundið,“ segir Jón Þórðarson, skipstjóri og ferðaþjónn á Bíldudal, um hleðslur við sjávarkambinn rétt innan við Suðureyri í Tálknafirði. Mannvirkið hefur alla tíð verið nefnt Fransmannsleiði og af því hafa menn ráðið að franskur sjómaður hafi verið jarðsettur þar.


Jón segir að Fransmannsleiðið sé ólíkt mörgum öðrum slíkum leiðum á Vestfjörðum. Yfirleitt séu grafirnar á láglendi. Á Suðureyri komi hleðsla út úr landinu, rétt ofan við fjörukambinn, mannhæðarhá að framanverðu. Sjór falli alveg að því. Gönguleiðin lá þarna hjá og segir Jón að ávallt hafi göngumenn sett steinvölu í sylluna og þá hafi þeim átt að farnast vel.


...
Meira
05.08.2016 - 07:20 | Vestfirska forlagið,Ólafur V. Þórðarson

Aflaskýrsla fyrir júlí 2016 af bátum sem landa á Þingeyri

Egill ÍS 77
Egill ÍS 77
« 1 af 2 »

Dragnótabáturinn Egill 205,471 tonn í 15 löndunum


Strandveiðibátar:


Imba  3665 kg í 6 löndunum


Hulda 3608 kg í 6 löndunum


Bibbi Jóns 3527 kg í 6 löndunum 


Bátar með kvóta: 


Pálmi  7627 kg í 5 löndunum


Bára    6263 kg í 3 löndunum


Dýrfirðingur 4533 kg í 4 löndunum


Rakel 4063 kg í 6 löndunum

...
Meira
05.08.2016 - 07:09 | Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

Þetta gerðist - 5. ágúst 1675 lést Brynjólfur Sveinsson biskup

Skálholtsdámkirkja Brynjólfs Sveinssonar.
Skálholtsdámkirkja Brynjólfs Sveinssonar.
Brynjólfur Sveinsson biskup lést þann 5. ágúst 1675, nær sjötugur. 
Hann hefur verið talinn einna merkastur Skálholtsbiskupa í lútherskum sið.

Brynjólfur Sveinsson var fæddur í Holti í Önundarfirði 14. september árið 1605, á krossmessu á hausti. 
Foreldrar hans voru þau hjónin Sveinn Símonarson, prestur þar, og Ragnheiður Pálsdóttir. 
Fyrstu þrjú æviár sín var Brynjólfur að Hóli í Önundarfirði, en það mun hafa tíðkast að fyrirfólk kæmi börnum sínum þannig í fóstur um skeið. Síðan elst hann upp hjá foreldrum sínum og var þar haldið fast að lærdómi í kristnum fræðum. Er sagt, að þegar hann var á 12. aldursári hafi drengurinn verið búinn að lesa gjörvalla Heilaga ritningu yfir fimm sinnum, og það á latínu. 

...
Meira
05.08.2016 - 07:01 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Eiríkur Kristófersson

Eiríkur Kristófersson (1892 - 1994)
Eiríkur Kristófersson (1892 - 1994)
Eiríkur Kristófersson fæddist á Brekkuvelli á Barðaströnd 5. ágúst 1892, sonur Kristófers Sturlusonar, bónda á Brekkuvelli, og Margrétar Hákonardóttur húsfreyju.

Eiríkur lauk smáskipaprófi 1917 og farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík ári síðar.


Hann fór fyrst á sjó 1908 og var á ýmsum skipum til 1924 en eftir það á skipum Landhelgisgæslunnar og leiguskipum hennar, og skipherra á flestum skipum Gæslunnar.


Eiríkur varð þjóðhetja í þorskastríðinu 1958-61 er Íslendingar færðu landhelgina út í tólf mílur. Hann var þá skipherra á flaggskipum Gæslunnar, Þór III og síðan Óðni III sem bættist nýr í flotann, 1959, og þótti góður liðsauki í rimmunni við bresku herskipin á Íslandsmiðum. 

...
Meira
Vigdís Finnbogadóttir á Hrafnseyri 3. ágúst 1980. Ljósm.: BIB
Vigdís Finnbogadóttir á Hrafnseyri 3. ágúst 1980. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »

Vigdís Finnbogadóttir hefur orðið:


„Ég hafði kynnt mér að Kristján Eldjárn, mín fyrirmynd í embætti, gekk aldrei til altaris. Svo sat ég í þessari litlu og fallegu Hrafnseyrarkapellu við hliðina á biskupshjónunum og þegar kemur að altarisgöngunni er ég í djúpum þönkum. Á ég eða á ég ekki? Nema að þarna tek ég ákvörðun um að ganga til altaris sem ég hafði ekki gert frá fermingu. Ég fann glöggt að þetta kunnu biskupshjónin vel að meta. Síðan hef ég gengið til altaris með þeim rökum að messunni sé í raun ekki lokið fyrr en með altarisgöngunni, þetta er ein heild, eins og segir í lúterskum fræðum.

...
Meira
04.08.2016 - 11:42 | Gunnar Hvammdal,Vestfirska forlagið,Lesbók Morgunblaðsins

MYNDIR ÚR GLATKISTU - Þingeyri um aldamót (1900) á myndum Hermanns Wendel

« 1 af 9 »

Gamlar myndir eru ekki síður merkar heimildir en þær sem skrifaðar eru og er næsta furðulegt, hvað til er af myndum frá þvf um og jafnvel fyrir aldamót — og var þó ljósmyndatæknin þá nýlega komin til skjalanna.


Á myndunum hér f opnunni sjáum við dálítil brotabrot af Þingeyri við Dýrafjörð, skip, hús, heimili en umfram allt fólk, eins og það var um aldamótin. Eftir daga ljósmyndarans höfnuðu plöturnar í einskonar glatkistu á háaloftinu, en týndu tölunni og voru jafnvel notaðar sem barnagull.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31