09.08.2016 - 06:34 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið
Magnús Guðmundsson (1916 - 2014)
Árni Magnús Guðmundsson, flugstjóri og flugeftirlitsmaður, fæddist 9. ágúst 1916 á Ísafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Árnason, sjómaður og verkamaður á Ísafirði, f. 20.10. 1883, d. 13.12. 1986, og k.h., Una Magnúsdóttir, verkakona og húsmóðir.
Foreldrar Guðmundar voru Árni Sigurðsson, sjómaður á Hafursstöðum á Skagaströnd, og k.h., Steinunn Guðmundsdóttir, og foreldrar Unu voru Magnús Kristjánsson, sjómaður á Ísafirði, og k.h., Margrét Gunnlaugsdóttir.
Magnús lauk sveinsprófi í rafvirkjun frá Iðnskóla Akureyrar 1938 og atvinnuflugmannsprófi frá Flugskóla Konna Jóhannessonar í Winnipeg í Manitoba í Kanada 1943. Hann öðlaðist bandarísk flugstjóraréttindi að loknu námskeiði hjá Pan American í New York í Bandaríkjunum 1952.
Magnús starfaði sem rafvirki árin 1938-1942. Hann var flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands hf. 1945-1947 og hjá Loftleiðum hf. 1947-1973. Þá starfaði hann sem flugstjóri hjá Flugleiðum hf. frá 1973, þar til hann lét af störfum sökum aldurs 1979. Hann hafði flugskírteini númer 9.
...
Meira