A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
10.08.2016 - 06:17 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Jón Benediktsson - Aldarminning

Jón Benediktsson (1916 - 2003)
Jón Benediktsson (1916 - 2003)
Jón Benediktsson myndhöggvari fæddist á Ísafirði 10. ágúst 1916. Foreldrar hans voru Benedikt Guðmundsson, húsgagnasmíðameistari í Reykjavík, f. 22.4. 1892 á Litlu-Þverá í Fremri-Torfustaðahreppi, V-Hún., d. 1.11. 1971, og k.h. Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 30.3. 1885 á Mið-Hvoli í Mýrdal, V-Skaft., d. 4.2. 1978.

Jón lærði húsgagnasmíði hjá Björgvin Hermannssyni og rak húsgagnaverslun og verkstæði að Laufásvegi 18a í Reykjavík um tíma ásamt bróður sínum, Guðmundi Benediktssyni. Húsgagnasmíði þeirra bræðra, sem byggðist að mestu á þeirra eigin hönnun, þótti nýstárleg á þeim tíma.


Jón starfaði um árabil sem formlistamaður Þjóðleikhússins og minnast margir leikmuna hans úr leikritum Þjóðleikhússins. Fyrir framlag sitt að leikhúsmálum hlaut hann menningarverðlaun Þjóðleikhússins.

...
Meira
09.08.2016 - 21:18 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Hýbýlaprýði á Þingeyri utan húss sem innan er íbúunum til mikils sóma

Kirkjugarðurinn er staðarins prýði
Kirkjugarðurinn er staðarins prýði
« 1 af 4 »
Ekki verður ofsögum sagt af hýbýlaprýðum á Þingeyri í Dýrafirði, utan sem innan húss. 
Í sumar hefur gróður sprottið sem aldrei fyrr. Það sýna meðf. myndir sem teknar voru á helstu umferðargötum bæjarins í dag. 
Myndirnar segja meira en mörg orð. Svo eigum við eftir að skoða nokkra garða á staðnum. Þeir segja sína sögu. Innanhússprýði hjá Þingeyringum er svo eitthvað sem er íbúunum til mikils sóma ekki síður en grænar hendur þeirra. Ljósmyndirnar tók H. S.
...
Meira
Nýja bókin frá Vestfirska forlaginu var kynnt með glæsilegri heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í gær, 8. ágúst 2016.
Nýja bókin frá Vestfirska forlaginu var kynnt með glæsilegri heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í gær, 8. ágúst 2016.
« 1 af 4 »

Ný bók á ensku eftir séra Vigfús Ingvar Ingvarsson á Egilsstöðum, er komin út hjá Vestfirska forlaginu. Nefnist hún Travelling Safely in Iceland - Hearing the Land Speak. Í henni er margvíslegur fróðleikur fyrir erlent ferðafólk. Áhersla er lögð á sérstöðu Íslands sem ferðamannalands og þær áskoranir sem fylgja því að ferðast um landið – breytileg og stundum óblíð veðrátta, vegakerfi af misjöfnu tagi og ýmsar hættur og hindranir. Mörg alvarleg slys á erlendum ferðamönnum hérlendis tengjast einmitt ókunnugleika á aðstæðum. Höfundur hefur nokkuð fengist við leiðsögn erlendra ferðamanna og gert sér far um að tala við þá og heyra sjónarmið þeirra.


   Hrífandi náttúra Íslands er kynnt og leiðbeint er um umgengni við hana og grein gerð fyrir nokkrum sérkennum íslenskrar menningar og mannlífs. Í lokakaflanum er svo fjallað um íslenskt mál. Þar eru allmörg orð eða orðstofnar sem koma oft fyrir í örnefnum, útskýrð í máli og myndum. Dæmi: Lækjargata. Hvers vegna ber gatan það nafn? Þá er fjallað um ýmis skilti við veginn.

...
Meira
09.08.2016 - 13:56 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Litlibær í Skötufirði

Litlibær í Skötufirði. Ljósm.: Morgunblaðið Árni Sæberg.
Litlibær í Skötufirði. Ljósm.: Morgunblaðið Árni Sæberg.
Litlibær í Skötufirði 
Þessi litli og þjóðlegi bær var reistur árið 1895 og hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1999. 
Húsið er úr timbri með steinhlöðnum veggjum upp að langhliðum og grasi á þökum. 
Tvær vinafjölskyldur reistu húsið og alls bjuggu liðlega tuttugu manns í því á tímabili. 
Einstaklega hefur verið vandað til allra steinhleðslna, að því er fram kemur á vef safnsins....
Meira
09.08.2016 - 13:41 | Vestfirska forlagið,Píratar

Prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi

Prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi til Alþingiskosninga fer fram 8.-14. ágúst 2016. 
Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér frambjóðendur vel og kjósa eftir eigin sannfæringu.
Framboðsfrestur rann út 22. júlí.


...
Meira
09.08.2016 - 06:47 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Þetta gerðist - 9. ágúst 1851 - "Vér mótmælum allir"

Í Alþingishúsinu er málverk Gunnlaugs Blöndal frá Þjóðfundinum.
Í Alþingishúsinu er málverk Gunnlaugs Blöndal frá Þjóðfundinum.
« 1 af 2 »
Þegar fulltrúi konungs sleit Þjóðfundinum þann 9. ágúst 1851, sem staðið hafði í Reykjavík í rúman mánuð, reis Jón Sigurðsson upp og mótmælti því „í nafni konungsins og þjóðarinnar“. 
Þá risu þingmenn upp og sögðu flestir í einu hljóði: „Vér mótmælum allir!“ 
Einni öld síðar var afhjúpuð minningartafla um fundinn í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík, þar sem fundurinn var haldinn....
Meira
09.08.2016 - 06:34 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Magnús Guðmundsson - Aldarminning

Magnús Guðmundsson (1916 - 2014)
Magnús Guðmundsson (1916 - 2014)
Árni Magnús Guðmundsson, flugstjóri og flugeftirlitsmaður, fæddist 9. ágúst 1916 á Ísafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Árnason, sjómaður og verkamaður á Ísafirði, f. 20.10. 1883, d. 13.12. 1986, og k.h., Una Magnúsdóttir, verkakona og húsmóðir.

Foreldrar Guðmundar voru Árni Sigurðsson, sjómaður á Hafursstöðum á Skagaströnd, og k.h., Steinunn Guðmundsdóttir, og foreldrar Unu voru Magnús Kristjánsson, sjómaður á Ísafirði, og k.h., Margrét Gunnlaugsdóttir.


Magnús lauk sveinsprófi í rafvirkjun frá Iðnskóla Akureyrar 1938 og atvinnuflugmannsprófi frá Flugskóla Konna Jóhannessonar í Winnipeg í Manitoba í Kanada 1943. Hann öðlaðist bandarísk flugstjóraréttindi að loknu námskeiði hjá Pan American í New York í Bandaríkjunum 1952.


Magnús starfaði sem rafvirki árin 1938-1942. Hann var flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands hf. 1945-1947 og hjá Loftleiðum hf. 1947-1973. Þá starfaði hann sem flugstjóri hjá Flugleiðum hf. frá 1973, þar til hann lét af störfum sökum aldurs 1979. Hann hafði flugskírteini númer 9.

...
Meira
09.08.2016 - 06:28 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Íslensk ber kom­in í versl­an­ir

Það er ágæt berja­spretta á land­inu. Ljósm.: mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son
Það er ágæt berja­spretta á land­inu. Ljósm.: mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son
Íslensk ber eru kom­in í versl­an­ir. Vín­berið að Lauga­vegi 43 fékk fyrstu send­ing­una frá Vest­fjörðum fyr­ir helg­ina. Stærsti hluti send­ing­ar­inn­ar var aðal­blá­ber og eru enn nokkr­ir pakk­ar óseld­ir. Blá­ber og kræki­ber kláruðust fljót­lega. Katrín Agla Tóm­as­dótt­ir í Vín­ber­inu, sem held­ur hér á berja­bökk­um, seg­ir að ber­in hafi að þessu sinni komið um mánuði fyrr en í fyrra en sum­arið 2015 fór í ann­ála sem mjög lé­legt berja­ár. Sum­arið 2016 hef­ur verið ein­stak­lega hag­stætt og á Katrín Agla von á nýrri send­ingu fljót­lega....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31