Berjasprettan - „Þetta er sviðin jörð, Halli minn“
Það var á þeim árum þegar Baulhús í Arnarfirði voru landsfræg fyrir krækiberjasprettu á árum áður. Þar mátti oft sjá tugi manns við berjatínslu á haustin. Sumir voru að tína til að selja og mátti hafa góðan pening upp úr því. Einn sá harðasti í tínslunni var Jón Þorsteinn Sigurðsson refur á Þingeyri. Lá hann oft við í tjaldi ásamt Halldóru Vagnsdóttur, eiginkonu sinni sem var forkur duglegur. Var Land-Roverinn hans oft troðinn og skekinn af berjum eftir daginn. Síðan voru þau send með flugi suður frá Þingeyri, beint í ginið á markaðnum.
Jæja. Nú var það einn dag að við áttum erindi út á sveit. Sáum við þá hvar þau hjón voru að tína og mokuðu upp berjunum. Var gamli rebbi með ógnarstóra tínu sem auðsjáanlega var búin til úr stórum smurolíubrúsa.
...Meira