A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
08.08.2016 - 22:33 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Berjasprettan - „Þetta er sviðin jörð, Halli minn“

Frá hinu fræga berjalandi á Baulhúsum í Auðkúluhreppi í Arnarfirði. Ljósm. H. S.
Frá hinu fræga berjalandi á Baulhúsum í Auðkúluhreppi í Arnarfirði. Ljósm. H. S.

Það var á þeim árum þegar Baulhús í Arnarfirði voru landsfræg fyrir krækiberjasprettu á árum áður. Þar mátti oft sjá tugi manns við berjatínslu á haustin. Sumir voru að tína til að selja og mátti hafa góðan pening upp úr því. Einn sá harðasti í tínslunni var Jón Þorsteinn Sigurðsson refur á Þingeyri. Lá hann oft við í tjaldi ásamt Halldóru Vagnsdóttur, eiginkonu sinni sem var forkur duglegur. Var Land-Roverinn hans oft troðinn og skekinn af berjum eftir daginn. Síðan voru þau send með flugi suður frá Þingeyri, beint í ginið á markaðnum.


   Jæja. Nú var það einn dag að við áttum erindi út á sveit. Sáum við þá hvar þau hjón voru að tína og mokuðu upp berjunum. Var gamli rebbi með ógnarstóra tínu sem auðsjáanlega var búin til úr stórum smurolíubrúsa.

...
Meira
08.08.2016 - 08:21 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Hrós dagsins: - Það fá hjónin Sigmundur F. Þórðarson og Þorbjörg Gunnarsdóttir á Þingeyri

Sigmundur F. Þórðarson.
Sigmundur F. Þórðarson.
« 1 af 2 »

Nú langar okkur að hrósa hjónakornum nokkrum á Þingeyri. Það eru þau Sigmundur F. Þórðason og Þorbjörg Gunnarsdóttir.


   Sigmundur F. Þórðarson er húsasmíðameistari og hefur rekið byggingarstarfsemi á Þingeyri í fjölda mörg ár og haft marga menn í vinnu. Lagt hönd á plóg við mörg hús bæði þar og víðar. Enda lærður hjá Gunnari Sigurðssyni, meistara og arkitekt í Hlíð. Sigmundur er einn af þeim mönnum sem lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann hefur verið í forsvari fyrir íþróttafélagið Höfrung svo langt aftur sem nokkur maður á Þingeyri man. Ótrúleg þrautseigja formannsins hefur oft komið æsku Þingeyrar til góða. Sjúkraflutningamaður hefur Sigmundur verið í áratugi, en það er starf sem ekki er haft hátt um að jafnaði. Auk þess hefur hann verið óþreytandi að taka þátt í alls konar félagsmálastarfi.


   Þorbjörg Gunnarsdóttir, hún Tobba okkar, stendur þétt með sínum manni og hefur stutt hann dyggilega í öllu hans félagsmálastússi. Auk þess hefur hún sjálf komið þar víða við.

...
Meira
08.08.2016 - 08:05 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Tengdasonur Dýrafjarðar: - Smellti mynd af áhöfn aflaskipsins

Myndin fræga Áhöfnin á Víði II í Garði á forsíðu Fálkans 24. október 1958.
Myndin fræga Áhöfnin á Víði II í Garði á forsíðu Fálkans 24. október 1958.
« 1 af 4 »

• Unnar Stefánsson, tengdasonur Dýrafjarðar, var ungur blaðamaður á Alþýðublaðinu þegar hann myndaði áhöfn aflaskipsins Víðis II á Seyðisfirði haustið 1958 • Þetta er ein frægasta myndin af Eggert Gíslasyni og áhöfn hans


 


Fyrir skömmu var í Morgunblaðinu samantekt um feril hins nafntogaða aflaskipstjóra Eggerts Gíslasonar en Eggert er nýlátinn.


Er skemmst frá því að segja að viðbrögðin við greininni voru geysimikil. Var augljóst að hún hafði vakið upp ljúfar minningar hjá mörgum um hinn magnaða tíma sem síldarárin svokölluðu á síðustu öld voru.


Einn þeirra sem hafði samband var Unnar Stefánsson fyrrverandi ritstjóri. Unnar upplýsti að hann væri höfundur frægrar myndar sem birtist með greininni. Myndin var af Eggert og áhöfn hans á Víði II í Garði.


Unnar lýsir tilurð myndarinnar svo:

...
Meira
08.08.2016 - 07:31 | Vestfirska forlagið,Safnahúsið á Ísafirði

Gaf gögn um Dýrfirðinginn Rögnvald Ólafsson arkitekt

Ljósmynd: Elín Sigríður Halldórsdóttir, eiginkona Jóns Þorkels Ólafssonar, og Rögnvaldur Ólafsson árið 1916. (Ljósm. Björn Pálsson).
Ljósmynd: Elín Sigríður Halldórsdóttir, eiginkona Jóns Þorkels Ólafssonar, og Rögnvaldur Ólafsson árið 1916. (Ljósm. Björn Pálsson).
« 1 af 2 »

Skjalasafninu barst nú í vikunni gjöf frá Unni Ágústsdóttur (f. 1927) er Björn G. Björnsson hönnuður afhenti fyrir hennar hönd. Um er að ræða gögn er varða Dýrfirðinginn Rögnvald Ólafsson arkitekt (1874-1917) og fjölskyldu hans en Unnur gaf þau til minningar um eiginmann sinn Pál Steinar Guðmundsson, skólastjóra, er lést 13. febrúar 2015.




Páll var fæddur á Ísafirði 29. ágúst 1926 og voru foreldrar hans Guðmundur G. Kristjánsson gjaldkeri og var Lára Ingibjörg Magnúsdóttir húsmóðir. Guðmundur var sonur Kristjáns Júlíusar Ólafssonar, bónda á Meira-Garði í Dýrafirði, sem var bróðir Rögnvaldar arkitekts. Páll ólst upp á Ísafirði til 17 ára aldurs, var síðan við nám í Samvinnuskólanum og fór að því loknu í Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni þaðan sem hann útskrifaðist 1949. Hann lauk námi frá Kennaraskóla Íslands 1953 og stundaði síðan nám við Metropolitan State College í Denver, Colorado 1976-1977. Páll kenndi við Barnaskólann í Borgarnesi 1950-1959 og var síðan ráðinn skólastjóri við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi árið 1959. Gegndi hann því starfi þar til hann fór á eftirlaun 1995. 


...
Meira
Skrúður í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
Skrúður í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 6 »

Jurta- og trjágarðurinn Skrúður, rétt innan við Núp í Dýrafirði, var formlega stofnaður 7. ágúst 1909, enda þótt upphaf hans megi rekja nokkur ár lengra aftur. Þessi dagur varð fyrir valinu vegna þess að þá voru liðin rétt 150 ár frá því að kartöflur voru fyrst settar niður á Vestfjörðum að undirlagi séra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal.

...
Meira
Frá Suðureyri. Ljósm.: H.S.
Frá Suðureyri. Ljósm.: H.S.
« 1 af 3 »

„Suðureyri var einhver skemmtilegast staður sem ég hef kynnst. Ég lagði lykkju á leið mína til að komast þangað á héraðsmót og þorrablót. Fór ég frá Ísafirði á skíðum eða í snjóbíl ef ekki vildi betur til. Þetta var líflegt pláss. Íbúar voru á fimmta hundrað og allir voru félagar. Héraðsmótin voru haldin af framsóknarfélaginu en á þau komu allir, hvar í flokki sem þeir stóðu. Á eftir var gengið hús úr húsi og var gleðskapur mikill. –


   Þetta var mjög gott mannlíf og svipaða sögu var að segja úr öðrum sjávarplássum á Vestfjörðum. Fólk vann myrkranna á milli þegar fisk var að hafa. Þegar svo bar undir var hvergi sála á götunum og ég fór til fundar við fólkið í frystihúsinu. Þá voru engar samþykktir Evrópusambandsins til að banna unglingunum að eiga sinn hlut í uppgripunum. Mér fannst þessu fólki engu að síður líða vel og miklu betur en nú.

...
Meira
07.08.2016 - 07:02 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Magnús Jónsson - Aldarminning

Magnús Jónsson (1916 - 2012)
Magnús Jónsson (1916 - 2012)
Magnús Jónsson fæddist í Bolungarvík 7. ágúst 1916. Hann var sonur hjónanna Jóns Bjarnasonar lögregluþjóns á Ísafirði, f. 1886 og Margrétar Maríu Pálsdóttur, f. 1984.

Eiginkona Magnúsar var Sigrún Jónsdóttir, f. 12.2. 1918, d. 14.5. 2013. Foreldrar hennar voru Jón Ívarsson, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði og alþingismaður, og k.h. Guðríður Jónsdóttir. Börn Magnúsar og Sigrúnar eru Gyða, f. 5.11. 1942, hjúkrunarfræðingur og Jón, f. 23.3. 1946, hæstaréttarlögmaður og fv. alþingismaður.


Magnús missti móður sína ungur og var sendur í fóstur í Æðey og ólst þar upp hjá þeim Æðeyjarsystkinum, Ásgeiri, Bjarna og Sigríði.


Magnús lauk kennaranámi við Kennaraskóla Íslands og var kennari í Vestmannaeyjum 1942-1945. Skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akranesi 1945 og Iðnskólans á Akranesi 1946-1951.


Veturinn 1947-1948 fór Magnús um Norðurlönd að ráði þáverandi fræðslustjóra, Jónasar B. Jónssonar, til að kynna sér verknám unglinga og skipulagningu verktækni og bóknáms á Norðurlöndum.

...
Meira
06.08.2016 - 20:48 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Haldið til haga

Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja á Mýrum í Dýrafirði.
Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja á Mýrum í Dýrafirði.

Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja á Mýrum í Dýrafirði, áður á Gljúfurá í Arnarfirði, ættuð úr Sauðeyjum á Breiðafirði, er minnisstæð kona öllum sem hana þekktu. Hún og eiginmaður hennar, Gísli Vagnsson, voru fyrstu ár sín í húsmennsku á Rauðsstöðum í Arnarfirði. Sagt er að Guðrún hafi haft við orð að það væri ekki fyrir sofandi mann að búa á Rauðsstöðum. Voru það orð að sönnu, svo fljótt sem veður geta skipast þar í lofti.


   En þetta var orðtak Guðrúnar þegar gott var veður:


   “Nú stangar hann ekki hart” og mun vera ættað úr Breiðafjarðareyjum.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31