A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
04.08.2016 - 11:42 | Gunnar Hvammdal,Vestfirska forlagið,Lesbók Morgunblaðsins

MYNDIR ÚR GLATKISTU - Þingeyri um aldamót (1900) á myndum Hermanns Wendel

« 1 af 9 »

Gamlar myndir eru ekki síður merkar heimildir en þær sem skrifaðar eru og er næsta furðulegt, hvað til er af myndum frá þvf um og jafnvel fyrir aldamót — og var þó ljósmyndatæknin þá nýlega komin til skjalanna.

Á myndunum hér f opnunni sjáum við dálítil brotabrot af Þingeyri við Dýrafjörð, skip, hús, heimili en umfram allt fólk, eins og það var um aldamótin. Eftir daga ljósmyndarans höfnuðu plöturnar í einskonar glatkistu á háaloftinu, en týndu tölunni og voru jafnvel notaðar sem barnagull.

Maðurinn bak við myndavélina var aðfluttur til Þingeyrar og hét Heinrich Júlíus Hermann Wendel — fæddur f Slésvík f Þýzkalandi 1851. Eldri bróðir hans, Friðrik Wendel hafði orðið verzlunarstjóri hjá Gramsverzlun á Þingeyri og seint á árinu 1893 kom Hermann til Reykjavfkur frá Hamborg á leið til bróður sfns. Hann fór landveg frá Reykjavfk með sunnanpóstinum, Jóhannesi Þórðarsyni, vestur f Djúp, en sfðan með báti útá f saf jörð og þaðan komst hann til Þingeyrar.

Örlögin höguðu þvf svo til, að Hermann Wendel ílengtist þar.

Fyrst starfaði hann við Gramsverzlun, en fór sfðan að fást við húsamálun og skrautmálun; einnig úra- og klukkuviðgerðir og sfðast en ekki sízt myndatökur.Á þeim byrjaði hann um 1895 og naut þar til styrks frá efnaðri systur f Þýzkalandi, sem var honum innanhandar um öflun efnis til ljósmyndagerðar.

Úrslitum um staðfestu Hermanns Wendels á Þingeyri hefur trúlega ráðið, að fimm árum eftir komuna þangað giftist hann Ólfnu Marfu Ólafsdóttur, skipstióradóttur þar úr plássinu. Ólfna andaðist fyrir aldur fram 1913, en þeim hjónum varð samt sjö barna auðið og eina dóttur hafði Hermann eignast á Þingeyri áður en hann kvæntist.

Sigríður E. Benediktsdóttir frá Hjarðardal í Mýrarhreppi var hjú þeirra hjóna um það leyti er Ólína andaðist og tók hún eftir það við búsforráðum á heimilinu.

Tvívegis fór Hermann Wendel á æskustöðvar sfnar Þýzkalandi; í fyrra skiptið til að leita konu sinni lækningar og f seinna skiptið 1922. Tveír synir þeirra hjóna urðu eftir og ílengdust f Þýzkalandi. En Hermann Wendel andaðist á Þingeyri 30. október 1922.

Með ljósmyndun sinni hefur Hermann Wendel unnið merkilegt skráningarstarf og var áreiðanlega sá fyrsti á Þingeyri. Elztu myndir hans munu vera frá 1895 og myndir tðk hann að staðaldri allt fram til 1910. Vinnuaðstaðán var mjög frumstæð framan af, en var þó orðin góð um það er Iauk. Megin uppistaðan f myndasafni Hermanns Wendels eru mannamyndir og meðal þess sem verðmætast má telja, eru myndir af gömlu skútunum og skipshöf nunum á þeim.

Gunnar Hvammdal.

Lesbók Morgunblaðsins 8. maí 1977

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31