14.08.2016 - 14:26 | Vestfirska forlagið,bb.is
Lilja Rafney vill leiða lista VG áfram
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi býður sig fram til áframhaldandi forystu í forvali VG fyrir þingkosningarnar í haust. Í tilkynningu frá þingmanninum segir að þau sjö ár sem hún hefur verið á þingi, hafi verið miklir og lærdómsríkir umbrotatímar í lífi þjóðarinnar. „Sú reynsla sem ég hef hlotið á þessum tíma hefur nýst mér vel og mun ég nota hana áfram eins og hingað til á uppbyggilegan hátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi fyrir alla.
Ég er landsbyggðar- og alþýðukona, sprottin úr jarðvegi verkalýðsbaráttu og baráttu fyrir hagsmunamálum landsbyggðarinnar. Ég gjörþekki lífsbaráttu fólksins til sjávar og sveita. Landsbyggðin er minn staður og ég hef búið áfram í mínu byggðarlagi –Suðureyri við Súgandafjörð – eftir að ég varð þingmaður þótt vinnan fari að mestu fram í Reykjavík. Bakgrunnur minn úr verkalýðsmálum og sveitarstjórnarmálum hefur nýst mér vel í störfum mínum sem þingmaður,“ segir í tilkynningu frá Lilju Rafneyju.
Ég er landsbyggðar- og alþýðukona, sprottin úr jarðvegi verkalýðsbaráttu og baráttu fyrir hagsmunamálum landsbyggðarinnar. Ég gjörþekki lífsbaráttu fólksins til sjávar og sveita. Landsbyggðin er minn staður og ég hef búið áfram í mínu byggðarlagi –Suðureyri við Súgandafjörð – eftir að ég varð þingmaður þótt vinnan fari að mestu fram í Reykjavík. Bakgrunnur minn úr verkalýðsmálum og sveitarstjórnarmálum hefur nýst mér vel í störfum mínum sem þingmaður,“ segir í tilkynningu frá Lilju Rafneyju.