17.08.2016 - 06:45 | Erna Höskuldsdóttir,Grunnskóli Þingeyrar,Vestfirska forlagið
Grunnskólinn á Þingeyri verður settur mánudaginn 22. ágúst 2016
Þá fer sumarfríinu að ljúka og undirbúningur fyrir skólaárið 2016-17 að hefjast.
Grunnskólinn á Þingeyri verður settur mánudaginn 22. ágúst 2016 kl. 10 á sal skólans. Setningin tekur um klukkustund, eftir það fá allir nemendur foreldraviðtal með sýnum umsjónarkennara til að ræða starfið á önninni og setja sér markmið. Viðtalið tekur um 15 mín.
Skráning í mötuneyti, mjólk og ávexti fer einnig fram á þessum degi og því ágætt að vera búin að ræða hvort eigi að nýta þá möguleika.
Grunnskólinn á Þingeyri er kominn með facebook síðu og verða allar tilkynningar og fréttir á heimasíðu birtar þar