A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
29.08.2016 - 20:52 | bb.is,Vestfirska forlagið

65 ár frá komu Sólborgar ÍS

Forsíða Vesturlands 29. september 1951. Myndin er úr Morgunblaðinu og sýnir Sólborg á siglingu inn í Reykjavíkurhöfn.
Forsíða Vesturlands 29. september 1951. Myndin er úr Morgunblaðinu og sýnir Sólborg á siglingu inn í Reykjavíkurhöfn.
Í dag, 29. ágúst 2016, eru sextíu og fimm ár frá því Ísfirðingar fögnuðu komu nýsköpunartogarans Sólborg ÍS 260 til heimahafnar á Ísafirði. Sólborgin var smíðuð hjá Alexander Hall & Co. í Aberdeen í Skotlandi. Skipið var sjósett 26. janúar 1951 og reynslusiglt 22. ágúst sama ár. Viku síðar, eða þann 29. ágúst 1951, var Sólborg ÍS loks heimkomin til Ísafjarðar eftir smá viðkomu í Reykjavík á heimleiðinni. 

Sólborg ÍS 260 var síðasti gufutogarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga og jafnframt síðasti síðutogarinn sem smíðaður var sérstaklega fyrir Íslendinga í Skotlandi. 

Ítarleg umfjöllun var um komu Sólborgar í Vesturlandi, blaði vestfirskra sjálfstæðismanna. Í fyrirsögn segir að Sólborg hafi verið stærsti togari í eigu Íslendinga og að mikill mannfjöldi hafi fagnað komu togarans, þegar hann lagðist upp að bæjarbryggjunni. 

31. ágúst 1951, eða tveimur dögum eftir heimkomu hins nýja togara, voru lögskráðir alls 31 á skipið. Þeir voru eftirtaldir: 

• Páll Pálsson, skipstjóri 
• Guðmundur Thorlacius, I. stýrimaður 
• Leifur Pálsson II. stýrimaður 
• Kristinn Guðlaugsson, I. vélstjóri 
• Ólafur Hjálmarsson, II. vélstjóri 
• Jóhannes Þorsteinsson, III. vélstjóri 
• Ingvar Jónsson, kyndari 
• Ásberg Kristjánsson, kyndari 
• Grímur Jónsson, loftskeytamaður 
• Þorlákur Guðjónsson, matsveinn 
• Jóhannes Björnsson, aðst. matsveinn 
• Ólafur Ásmundsson, bræðslumaður 
• Sigurður Ásmundsson, bátsmaður 
• Hjörtur Kristjánsson, netamaður 
• Gunnar Halldórsson, netamaður 
• Leifur Pálsson, netamaður 
• Þórarinn Ingvarsson, háseti 
• Margeir Guðmundsson, háseti 
• Guðmundur Sigurðsson, háseti 
• Ólafur Gunnarsson, háseti 
• Hringur Hjörleifsson, háseti 
• Gunnar Helgason, háseti 
• Guðmundur Ólason, háseti 
• Skúli Hermannsson, háseti 
• Ólafur Rósinkarsson, háseti 
• Filip Þór Höskuldsson, háseti 
• Garðar Einarsson, háseti. 
• Einar Guðmundsson, háseti. 
• Líndal Magnússon, háseti. 
• Marías Kristjánsson, háseti 
• Theodór Jónsson, háseti. 
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31