31.08.2016 - 12:16 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri, heldur hér á fossinum Dynjanda sem hann málaði á steinvölu af Dynjandalendum. Ljósm.: BIB
Björn Ingi Bjarnason og Elfar Guðni Þórðarson, listmálari, sem málað hefur fleiri Vestfjarðamyndir en flestir enda dvaldi hann vikum saman að Sólbakka í Önundarfirði, fór um og málaði.
Hjá Elfari Guðna Þórðarsyni í sýningarsal hans í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.
Hjá Elfari Guðna Þórðarsyni í sýningarsal hans í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.
Hjá Elfari Guðna Þórðarsyni í sýningarsal han í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.
Beitingafólk komið á vestfirska steina hjá Elfari Guðna. -Það er ekki lengi verið að beita í hálftíma- sagði Guðbjartur Jónsson á Flateyri, mesti beitingamaður allra tíma, eftir að hafa beitt heila vertíð 8 bala á Sóley ÍS 225 og 8 bala á Vísi ÍS 171, eða 16 bala alls á hverjum degi. Þetta hefur aldrei verið gert af öðrum manni né konu.
Fossinn Dynjandi í Arnarfirði kominn á vogina en hann er þyngdar sinnar virði í hvaða formi sem er.
Og er nú tímabært að rifja upp hvað fossarnir á Dynjanda heita. Sumir þeirra bera tvö og jafnvel þrjú nöfn:
Talið ofanfrá eru það:
Dynjandi (Fjallfoss),
Hæstahjallafoss,
Úðafoss (Strokkur eða Strompur),
Göngumannafoss (Göngufoss),
Hríðsvaðsfoss,
Hundafoss
og Bæjarfoss (Sjóarfoss).
Það er sannkölluð fossasimfónía sem náttúran leikur fyrir gesti sína á Dynjanda, misjafnlega hljómmikil eftir árstíðum. Sagt er að niður fossanna þar heyrist lengra en frá nokkrum öðrum fossum á Íslandi.