A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
23.09.2016 - 16:16 | Vestfirska forlagið,Sæmundur Þorvaldsson,Skjólskógar

Hvaða tré rífur fyrst 20-metra hæðarmúrinn á Vestfjörðum ?

Grenilundurinn í Barmahlíð, hæsta tréð er einnig sverast.
Grenilundurinn í Barmahlíð, hæsta tréð er einnig sverast.
« 1 af 6 »

Fyrst trjáa á Íslandi til að ná þessari hæð var rússalerki í Hallormsstaðarskógi haustið 1996 en nú í haust mældist hæsta tré landsins vera sitkagrenitré á Kirkjubæjarklaustri 27,2 m.

Kapphlaupið á Vestfjörðum er milli sitkagrenitrés í Barmahlíð í Reykhólasveit og alaskaspar í Haukadal í Dýrafirði, nú eru þau hnífjöfn ! 

Í fyrradag mældi hópur sérfræðinga tréð í Barmahlíð og það er að afloknu vaxtarsumrinu 2016 19,6 metrar. Mælingin var framkvæmd af 15 starfsmönnum Landshlutaverkefna í skógrækt sem voru samankomnir á Reykhólum á dögunum.

Nokkru áður höfðu starfsmenn Skjólskóga mælt öspina í Miðbæ og nú virðist hún hafa tekið fram úr greninu og var orðin 19,7 metrar en víst má telja þau jafnhá þar sem skekkjumörk eru einhver með hornamælingum eins og notaðar voru í báðum tilfellum.

 

Niðurstöður mælinga voru þessar:

 

hæð vor 2015

hæð haust 2016

Sitkagreni Barmahlíð

19,0 m

19,6 m

Alaskaösp Haukadal

18,3 m

19,7 m

Þvermál grenisins í brjósthæð er 43 cm. en asparinnar er 33 cm.

 

Samkvæmt þessu hefur grenið bætt við hæð sína 30 cm. á ári síðustu tvö vaxtarsumur. Öspin í Haukadal hefur hins vegar bætt við sig 70 cm á ári og ætti því að slá í 20 metrana svona um miðjan júlí á næsta ári ef ekkert kemur fyrir en það gerist nú reyndar oftar hjá öspinni en greninu.

Hafa verður einnig í huga að grenitréð „á inni“ ef svo má segja gæði vaxtasumarsins 2016 og notar þau gæði til vaxtar sumarið 2017, en öspin hefur þegar nýtt sér það góða sumar. Á sama hátt galt vöxtur grenisins sumarið 2016 fyrir heldur lélegt tíðarfar 2015. 

 

Sæmundur Þorvaldsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31