A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
12.10.2016 - 07:56 | Verkalýðsfélag Vestfirðinga,Vestfirska forlagið

Alþýðusamband Vestfjarða rennur inn í Verkalýðsfélag Vestfirðinga

Fulltrúar stjórna ASV og Verk Vest.
Fulltrúar stjórna ASV og Verk Vest.
« 1 af 2 »
Á framhaldsþingi 33. þings Alþýðusambands Vestfjarða ( ASV ) þann 19. september 2016 var samþykkt tillaga að ASV yrði lagt niður og Verkalýðsfélag Vestfirðinga tæki með formlegum hætti yfir öll réttindi og allar skuldbindingar ASV.

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur því með formlegum hætti tekið við keflinu sem regnhlíf allra stéttarfélaga sem áður voru innan ASV. Þannig lýkur tæplega 90 ára sögu Alþýðusambands Vestfjarða, en sambandið var stofnað 20. mars 1927.  

Við þessi merku tímamót í sögu verkalýðsbaráttu Vestfirðinga má einnig segja að lagntímamarkmið síðasta forseta ASV, Péturs Sigurðssonar, að sameina öll stéttarfélög innan ASV í eitt öflugt félag hafi gengið eftir. Rétt er að taka fram að Félag járniðnaðarmanna á Ísafriði stendur fyrir utan Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungavíkur gekk úr ASV árið 2003.

Forustufólki ASV voru færðar þakkir fyrir óeigingjörn og vel unnin störf í þágu alls launafólks á Vestfjörðum og því sem sambandið hefur áorkað í gegnum tíðina og skilar nú til Verk Vest sem heldur baráttunni áfram.



« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31