A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
11.10.2016 - 21:19 | Komedia,Vestfirska forlagið

Leikræn tjáning fyrir alla á Þingeyri

Færðum við öllum nemendum og kennurum skólans á Þingeyri bókina Leikræn tjáning.
Færðum við öllum nemendum og kennurum skólans á Þingeyri bókina Leikræn tjáning.

Í haust urðu miklar breytingar hjá Kómedíuleikhúsinu. Eftir að hafa verið búsett í listabænum Ísafirði síðan á aldamótum var flutt yfir fjörðu og fjöll og sest að í hinum sögufræga Dýrafirði. Nánar tiltekið í leiklistarþorpinu Þingeyri.

Nýasta leikverk okkar Gísli á Uppsölum hefur einmitt verið sýnt tvívegis í leikhúsinu á Þingeyri. Aukasýning er komin á og verður laugardaginn 22. október kl.15. Miðasala gengur vel og stendur nú yfir í síma 891 7025. 

Margt spennandi er nú í leiklistarpípunum á Þingeyri sem er of snemmt að segja frá en Kómedíuleikhúsið hlakkar mikið til samstarfsins við heimamenn. Næsta víst að leiklistarþorpið mun bara stækka næstu misserin, tækifærin eru núna. 

Kómedíuleikhúsið vill leggja sitt af mörkum þó vissulega eigum við fátt af monnípeningum einsog önnur listaapparöt. Það verður því að taka viljan fyrir verkið. Það er mikilvægt að hlúa að framtíðinni sem er sannarlega björt á Þingeyri við Dýrafjörð.

Á þessum fallega morgni var sérlega gaman að fá tækifæri til að hitta framtíð þorpsins og færa þeim dulitla gjöf. Færðum við öllum nemendum og kennurum skólans á Þingeyri bókina Leikræn tjáning. Höfundur bókarinnar er hinn kómíski Elfar Logi Hannesson.

Það er von okkar að bókin verði bara til að efla enn á kraftinn og kátínuna hjá hinni öflugu framtíð leiklistarþorpsins Þingeyri. 


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31