A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
12.10.2016 - 13:18 | Kjarninn.is,Vestfirska forlagið

Björn Ingi tekur yfir ÍNN

Björn Ingi Hrafnsson frá Sólvöllum á Flateyri.
Björn Ingi Hrafnsson frá Sólvöllum á Flateyri.

Pressan ehf., félag sem er í meiri­hluta­eigu Björns Inga Hrafns­sonar frá Flateyri og við­skipta­fé­laga hans, hefur til­kynnt Fjöl­miðla­nefnd um yfir­töku á sjón­varps­stöð­inni ÍNN. Þetta kemur fram í erindi sem Ingvi Hrafn Jóns­son, sjón­varps­stjóri og stofn­andi ÍNN, hefur sent nefnd­inni og Vísir greinir frá

Í erind­inu segir Ingvi Hrafn: „„Ástæðan er fyrst og fremst sú að und­ir­rit­aður er kom­inn á þann aldur að starfs­þrek mitt er ekki jafn mikið og áður var og auk­in­heldur hefur rekst­ur­inn verið þungur und­an­far­ið,“ og greinir í kjöl­farið frá því að hann hafi átt í við­ræðum við fyr­ir­svars­menn Pressunnar um yfir­töku félags­ins á rekstri ÍNN. „Eftir að félagið hafði verið í sölu­með­ferð varð úr að ég er nú að ganga til samn­inga við Björn Inga Hrafns­son, fjöl­miðla­mann og félag hans Press­una ehf. um að yfir­taka rekstur ÍNN. Frum­kvæðið að þeim við­ræðum er frá mér komið og ég er mjög sáttur við vænt­an­lega aðkomu hans til yfir­töku félags­ins og tel það í góðum höndum hjá hon­um.“

Pressan ehf. hefur verið umsvifa­mikil á fjöl­miðla­mark­aði á und­an­förnum árum. Félagið keypti m.a. DV seint á árinu 2014 og rekur auk þess fjölda vefa og viku­blaða. Pressan ehf. hefur ekki skilað árs­reikn­ingi fyrir árið 2015 en á árinu 2014 skil­aði félagið hagn­aði upp á 11,5 millj­ónir króna. Engar upp­lýs­ingar voru í árs­reikn­ingi félags­ins um hverjar rekstr­­ar­­tekjur félags­­ins voru á árinu 2014. ­Upp­i­­­staðan í auknu veltufé frá rekstri virð­ist vera til­­komin vegna nýrra lána ­sem Pressan fékk á árinu 2014 og gerir það að verkum að hand­­bært fé frá rekstri er 184 millj­­ónir króna. 


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31