Gísli á Uppsölum á Akureyri
Leikferð Kómedíuleikhússins um landið með hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum heldur áfram. Næst liggur leiðin í höfuðstað landsbyggðarinnar. Já, á Akureyri. Sýnt verður í hinni dásmlegu Hlöðu, Litla - Garði á Akureyri dagana 14. og 15. október 2016.
Miðaverð er það sama góða 3.500.- kr en veittur er afsláttur fyrir hópa. Miðasala á báðar sýningarnar er þegar komin í blússandi gang. Miðasölusíminn er 891 7025. Einnig er hægt að panta með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is
Leikritið um Gísla á Uppsölum hefur fengið afar góð viðbrögð áhorfenda enda er hér á ferð saga sem snertir okkur öll. Einbúinn Gísli Oktavíus Gíslason var og hefur verið ofarlega í huga landsmanna alveg frá því hann birtist fyrst á sjónvarpsskjám landsmanna í áhrifamiklum Stiklu þætti Ómars Ragnarssonar.
Höfundar eru Bílddælingarnir Elfar Logi Hannesson og Þörstur Leó Gunnarsson, Elfar leikur og Þröstur leikstýrir. Höfundur tónlistar er Svavar Knútur.
Sýningarnar í Hlöðunni á Akureyri verður einsog fyrr var getið föstudag 14. og laugardag 15. október og hefjast þær báðar kl.20.00.
Að sýningunni lokinni verða umræður um Gísla, lífið, tilveruna og hið mikla mein sem einelti er.