A A A
  • 1967 - Einar Albert Gunnarsson
  • 1974 - Gunnar Borgþór Sigurðarson
  • 1983 - Sigurður Vigfús Guðmundsson
  • 1989 - Elías Mikael Vagn Siggeirsson
05.01.2017 - 16:33 | Vestfirska forlagið,Orkubú Vestfjarða

Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins 2016

Stöðvarhús Mjólká III, 1,2 MW.  Gangsett árið 2010.
Stöðvarhús Mjólká III, 1,2 MW. Gangsett árið 2010.
« 1 af 2 »
Framleiðslan var tæpar 90 GWst.  Er það nokkru minna en fyrir árið 2015 sem var tæpar 93 GWst.  Lækkunin er ekki vegna lakari vatnsárs, heldur vegna framkvæmda í Mjólká.  Mjólká I framleiddi ekkert í 2½ mánuð á meðan á vélaskiptunum stóð og áætlað framleiðslutap er tæpar 3 GWst.  Samkvæmt þessu, þá hefði framleiðslan geta orðið tæpar 94 GWst, sem er meira en fyrir árið 2015.

Ef síðustu tvö vatnsár eru borin saman, þá teljast bæði árin mjög góð.

...
Meira
05.01.2017 - 08:16 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Bjarni Kristjánsson - Fæddur 19. nóvember 1934 - Dáinn 20. desember 2016 - Minning

Bjarni Kristjánsson (1934 - 2016)
Bjarni Kristjánsson (1934 - 2016)
Bjarni Kristjánsson fæddist í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði 19. nóvember 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 20. desember 2016.

Foreldrar hans voru Kristján Þ. Davíðsson, f. 9. apríl 1889, d. 21. október 1970, og Magðalena Össurardóttir, f. 14. desember 1893, d. 27. maí 1988.
Systkini: Davíð Halldór, f. 20. mars 1930, d. 12. júlí 2014, tvíburi Davíðs dó óskírður, Valgerður, f. 19. júní 1931, Kristín, f. 4. desember 1932.
Bjarni kvæntist 2. apríl 1956, Marý Karlsdóttur, f. 20. október 1935, d. 31. mars 2012.
Börn:

...
Meira
05.01.2017 - 07:57 | Vestfirska forlagið,Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri

Árskort í Landbúnaðarsafnið árið 2017

Forsíða bókarinnar.
Forsíða bókarinnar.

Við ætlum að gera tilraun með árskort í Landbúnaðarsafnið fyrir árið 2017 - en þó með sérstöku sniði:
Árskortið verður á formi lítillar bókar, Konur breyttu búháttum,  sagan um Mjólkurskólann á Hvanneyri og á Hvítárvöllum og ungu stúlkurnar sem með skólanum eignuðust leið til náms og þroska. Margar þeirra tóku síðan þátt í nýsköpun mjólkurvinnslu og afurðasölunnar í byrjun síðustu aldar. 


...
Meira
04.01.2017 - 07:31 | Skessuhorn,Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri,Vestfirska forlagið

Nýr safnstjóri Landbúnaðarsafnsins

Bjarkar Snorrason í Brattsholti og nýi safnstjórinn á Hvanneyri Ragnhildur Helga Jónsdóttir í Landbúnaðarsafninu 23. maí 2015. Ljósm.: BIB
Bjarkar Snorrason í Brattsholti og nýi safnstjórinn á Hvanneyri Ragnhildur Helga Jónsdóttir í Landbúnaðarsafninu 23. maí 2015. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »

Nú um áramótin varð sú breyting að Bjarni Guðmundsson lét af daglegri stjórn Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og við tók Ragnhildur Helga Jónsdóttir frá Ausu.


Bjarni hefur verið verkefnisstjóri safnsins frá upphafi og þar áður yfir Búvélasafninu, undanfara þess.


Ragnhildur Helga hefur sömuleiðis starfað að safninu um nokkurra ára skeið, einkum við móttöku gesta og annarri fræðslu.

...
Meira
04.01.2017 - 06:47 | bb.is,Vestfirska forlagið

Litlihjalli vakinn til lífs á ný

Jón G. Guðjónsson við sjávarhitamælingar. Mynd: Kristín Bogadóttir.
Jón G. Guðjónsson við sjávarhitamælingar. Mynd: Kristín Bogadóttir.
Fyrir rétt um ári síðan ákvað Jón Guðbjörn Guðjónsson, veðurathugunarmaður og ritstjóri í Litlu-Ávík í Árneshreppi á Ströndum að hætta með fréttavefinn Litlahjalla.is sem hann hafði starfrækt allt frá árinu 2003, fyrst í formi bloggsíðu en seinna sem fréttasíða Árneshrepps. Jón segir að sér hafi bókstaflega liðið illa síðasta ár yfir því að vera ekki lengur með vefinn: 
„Mig kitlar allaf í fingurna að djöflast á lyklaborðinu og reyna að segja einhverjar fréttir frá Árneshreppi, þótt ég hafi gert það á RÚV og á MBL, að einhverju leyti á liðnu ári, eftir að ég hætti með Litlahjalla, en það eru þá bara yfirleitt stórfréttir eða sérstakar fréttir úr hreppnum....
Meira
03.01.2017 - 21:06 | Vestfirska forlagið,Suðri - Héraðsfréttablað á Suðurlandi,Árni Gunnarsson

Ritdómur: - Saga baráttu og átaka til að ná fram einföldum mannréttindum

« 1 af 2 »

Úr fjötrum“ nefnist bók, sem Guð- jón Friðriksson, sagnfræðingur, hefur skrifað um 100 ára sögu Alþýðuflokksins.
Bókin er 575 blaðsíður í stóru broti og hana prýðir mikill fjöldi mynd. Guðjón rekur sögu flokksins frá stofnun 12. mars árið 1916 og þar til hann varð hluti af Samfylkingunni árið 2000. Flokkurinn var þó aldrei lagður niður og lifir enn. Forlagið gefur bókina út og kynnti hana á fjölmennri bókarkynningu um miðjan nóvember.
Bókmenntafélag jafnaðarmanna og nokkrir fyrrverandi félagar í Alþýðuflokknum höfðu frumkvæði að útgáfu bókarinnar. Bókmenntafélagið, hið fyrra, var stofnað árið 1929. Það gaf út bækur og tímaritið „Almanak alþýðu“. Fjöldi þekktra fræðimanna og rithöfunda kom að starfi félagsins, sem eftir nokkur ár lagði upp laupana vegna fjárskorts. Félagið var endurreist 12. mars 2011, og er núverandi formaður þess Árni Gunnarsson, fyrrum. alþingismaður.

...
Meira
03.01.2017 - 06:57 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Ágúst Böðvarsson

Ágúst Böðvarsson (1906 - 1997)
Ágúst Böðvarsson (1906 - 1997)
« 1 af 2 »
Ágúst Böðvarsson fæddist að Hrafnseyri við Arnarfjörð 3. janúar 1906 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Böðvar Bjarnason, prófastur á Hrafnseyri, og k.h., Ragnhildur Teitsdóttir húsfreyja.
Böðvar var hálfbróðir Ragnheiðar, móður Jóns Leifs tónskálds, en bróðir Böðvars var Þórður kaupmaður, faðir Regínu leikkonu.
Bróðir Ágústar var Bjarni hljómsveitarstjóri, faðir Ragga Bjarna.
Eiginkona Ágústar var Sigríður Sveinbjörnsdóttir húsfreyja og sonur þeirra Gunnar Hrafn byggingaverkfræðingur.
Ágúst lauk námi frá VÍ 1925, var bóndi að Hrafnseyri 1926-29 en hóf störf hjá dönsku landmælingastofnuninni Geodætisk Institut, árið 1930, sem þá vann að kortlagningu Íslands og stundaði hann síðan nám í landmælingum hjá stofnuninni í Kaupmannahöfn 1935-37....
Meira
03.01.2017 - 06:23 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Kúlubardaginn mikli: - Ný Bomba í bígerð hjá málsmetandi mönnum

Frá Arnarfirði. Til vinstri er Auðkúla og til hægri er Hrafnseyri. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Frá Arnarfirði. Til vinstri er Auðkúla og til hægri er Hrafnseyri. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

Kúlubardaginn mikli er sem kunnugt er mesta fólkorusta sem háð hefur verið á landi á Vestfjörðum á sögulegum tíma. Fóabardagi, mesta sjóorusta sem háð hefur verið við Íslandsstrendur, var náttúrlega háður á sjó á Húnaflóa og mega menn ekki rugla þessum Vestfjarðabardögum saman.


   Kúlubardaginn mikli átti sér stað á Kúluvöllum í Auðkúluhreppi þann 28. júlí 1956, fyrir rúmum 60 árum.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31