A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
04.01.2017 - 06:47 | bb.is,Vestfirska forlagið

Litlihjalli vakinn til lífs á ný

Jón G. Guðjónsson við sjávarhitamælingar. Mynd: Kristín Bogadóttir.
Jón G. Guðjónsson við sjávarhitamælingar. Mynd: Kristín Bogadóttir.

Fyrir rétt um ári síðan ákvað Jón Guðbjörn Guðjónsson, veðurathugunarmaður og ritstjóri í Litlu-Ávík í Árneshreppi á Ströndum að hætta með fréttavefinn Litlahjalla.is sem hann hafði starfrækt allt frá árinu 2003, fyrst í formi bloggsíðu en seinna sem fréttasíða Árneshrepps. Jón segir að sér hafi bókstaflega liðið illa síðasta ár yfir því að vera ekki lengur með vefinn: 

„Mig kitlar allaf í fingurna að djöflast á lyklaborðinu og reyna að segja einhverjar fréttir frá Árneshreppi, þótt ég hafi gert það á RÚV og á MBL, að einhverju leyti á liðnu ári, eftir að ég hætti með Litlahjalla, en það eru þá bara yfirleitt stórfréttir eða sérstakar fréttir úr hreppnum. Mér finnst einhvern vegin ekki nóg að skrifa bara á Fésbókina okkar, sem er ágætur samkjaftamiðill og svona vinamiðill. Ég mun því reyna að halda áfram með fréttir frá og úr Árneshreppi og honum tengdum og sitthvað fleira sem fellur til.“ 

Jón segist viss um að eitthvað týnist til fréttnæmt úr sveitinni, í það minnsta sé alltaf hægt að gera veðrinu skil og segist hann þakklátur fyrir að þeir sem áður auglýstu hjá honum velji að gera það áfram. Ekki er hægt að halda síðunni úti undir gamla léninu þar sem það var keypt af erlendum aðila í millitíðinni. Síðan er hin sama en nú undir slóðinni http://litlihjalli.it.is/ 

 

 

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31