24.12.2016 - 06:46 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson
Stefanía Guðnadóttir fædd 22. júní 1887. Sagan gerist 1920 og er farið frá Hælavíkurbænum að Rekavík bak Höfn.
Eftirfarandi saga birtist í ritröðinni Hornstrandir Jökulfirðir 3. bók, en fyrst kom hún á prent í blaðinu Faxa 1. desember 1961.
Þegar ég var að leita í ruslakistu minninganna, fann ég ekki neitt, sem ég gæti hugsað til að kæmi fram í dagsins ljós. Annir daganna og strit áranna hafa þurrkað flest út. En þó er þar ein minning, sem alltaf skýtur upp kollinum, og af því að nú er Jólaföstuinngangur, er hún einmitt nú réttra 40 ára gömul.
Unga fólkið á Ströndunum hafði komið sér saman um að halda skemmtun. Húsakostur var hvergi mikill þar um slóðir, en þó var þar á einum bænum nokkuð stór og rúmgóð stofa, sem hægt var að dansa í, og önnur fyrir veitingar.
Mikið var nú hlakkað til, sérstaklega hjá okkur kvenfólkinu. En það leit ekki út fyrir að hamingjan ætlaði að vera okkur hliðholl, því snjónum kyngdi niður mest alla vikuna fyrir laugardaginn, þegar skemmtunin átti að vera.
...
Meira