A A A
  • 1967 - Einar Albert Gunnarsson
  • 1974 - Gunnar Borgþór Sigurðarson
  • 1983 - Sigurður Vigfús Guðmundsson
  • 1989 - Elías Mikael Vagn Siggeirsson
27.12.2016 - 12:10 | Vestfirska forlagið,Suðri - Héraðsfréttablað á Suðurlandi

Vinsælustu jólalög allra tíma

Frá árdögum rokksins í Bretlandi hefur það verið mikið keppikefli þarlendra tónlistarmanna að eiga vinsælasta lagið um jólin, ár hvert. Mikið er lagt undir til að ná því markmiði og margar af frægustu og mest seldu smáskífum allra tíma hafa náð metsölu á þeim tíma. 
Frægast er Do they know it‘s Christmas með Band-aid hópnum sem varð til þegar Bob Geldof kallaði saman landslið Breta í poppi, árið 1984 til að safna fé fyrir fólk sem svalt heilu hungri í Eþíópíu. Úr varð tindasmellur allra tíma en á nokkrum dögum varð lagið það söluhæsta í breskri sögu, og hefur í þrígang náð toppsætinu um jólin. ...
Meira
26.12.2016 - 10:59 | Vestfirska forlagið

Um Þingeyrarkirkju

Þingeyrarkirkja á jólum 2016. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Þingeyrarkirkja á jólum 2016. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
« 1 af 3 »
Þingeyrarkirkja var byggð á árunum 1909 - 1911 og vígð 9. apríl 1911. Áður stóðu kirkja og prestsetur á Söndum í Þingeyrarhreppi og höfðu staðið þar frá því snemma á 13. öld. Árið 1907, þegar ljóst var að byggja þurfti nýja kirkju, var ákveðið að færa kirkjuna inn á Þingeyri, því að kauptúnið var þá að byggjast upp og íbúar í sandasókn voru 618. Prestsetrið var flutt til Þingeyrar árið 1915. 

Rögnvaldur Ólafsson arkitekt og húsameistari teiknaði Þingeyrarkirkju og er hún úr steini í gotneskum stíl en að innan er hún prýdd fögru tréverki. Rögnvaldur Ólafsson var Dýrfirðingur og réð hann útliti og staðsetningu kirkjunnar á kirkjulóðinni, sem Gramsverslun á Þingeyri gaf undir Kirkjubygginguna. Kirkjuna lét arkitektinn snúa í norður og suður en ekki í austur og vestur eins og viðtekin venja er og var hún látin snúa svo sem hún gerir til að bera vel við þeim sem koma af hafi til Þingeyrar. Þingeyrarkirkja er vel búin gripum....
Meira
25.12.2016 - 11:14 | Hildur Inga Rúnarsdóttir

Hátíðarguðsþjónustu á Jóladag afslýst

Mýrakirkja
Mýrakirkja
Hátíðarguðsþjónustu sem vera átti í Mýrakirkju í dag -Jóladag- klukkan 14:00 er aflýst vegna ófærðar og slæmrar veðurspá.

Sóknarnefnd og sóknarprestur Mýrasóknar
óska ykkur öllum og ástvinum ykkar gleðilegrar jólahátíðar.
24.12.2016 - 07:04 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Jólakveðja að vestan

Núpskirkja í Dýrafirði.
Núpskirkja í Dýrafirði.

Vestfirska forlagið og Þingeyrarvefurinn senda velunnurum sínum hinar bestu jólaóskir og kveðjur. Þökkum kærlega öll samskiptin á árinu sem er að líða.


Upp með Vestfirði!


Lifið heil.


Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason.  

...
Meira
24.12.2016 - 06:46 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Jólasaga af Hornströndum: Stefanía Guðnadóttir - Þannig var það -

Stefanía Guðnadóttir fædd 22. júní 1887. Sagan gerist 1920 og er farið frá Hælavíkurbænum að Rekavík bak Höfn.
Stefanía Guðnadóttir fædd 22. júní 1887. Sagan gerist 1920 og er farið frá Hælavíkurbænum að Rekavík bak Höfn.

Eftirfarandi saga birtist í ritröðinni Hornstrandir Jökulfirðir 3. bók, en fyrst kom hún á prent í blaðinu Faxa 1. desember 1961.


      Þegar ég var að leita í ruslakistu minninganna, fann ég ekki neitt, sem ég gæti hugsað til að kæmi fram í dagsins ljós. Annir daganna og strit áranna hafa þurrkað flest út. En þó er þar ein minning, sem alltaf skýtur upp kollinum, og af því að nú er Jólaföstuinngangur, er hún einmitt nú réttra 40 ára gömul.


      Unga fólkið á Ströndunum hafði komið sér saman um að halda skemmtun. Húsakostur var hvergi mikill þar um slóðir, en þó var þar á einum bænum nokkuð stór og rúmgóð stofa, sem hægt var að dansa í, og önnur fyrir veitingar.


      Mikið var nú hlakkað til, sérstaklega hjá okkur kvenfólkinu. En það leit ekki út fyrir að hamingjan ætlaði að vera okkur hliðholl, því snjónum kyngdi niður mest alla vikuna fyrir laugardaginn, þegar skemmtunin átti að vera.

...
Meira
23.12.2016 - 21:48 | Vestfirska forlagið,Hildur Inga Rúnarsdóttir

Hátíðarmessur í Dýrafirði

Þingeyrarkirkja. Ljósm.: BIB
Þingeyrarkirkja. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Á Þingeyri verður helgistund í kapellunni á Tjörn klukkan 15 á aðfangadag og svo verður aftansöngur jóla klukkan 18 í Þingeyrarkirkju. Þar er Hildur Inga Rúnarsdóttir prestur. 

Þá verður einning hátíðarguðsþjónusta í Mýrakirkju klukkan 14 á jóladag....
Meira
23.12.2016 - 07:12 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Vestfjarðabækurnar 2016

« 1 af 4 »

Bækurnar að vestan eru hvorki stórkostlegar, æðislegar, einstakar, meistarverk, ógleymanlegar né töfrandi. En við teljum af vestfirskri hógværð að þær leyni á sér!


   Við höfum nú gefið út á fjórða hundrað bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Sumir fræðimenn telja að þetta sé einhver umsvifamesta bókaútgáfa hjá einu forlagi utan höfuðborgarsvæðisins frá upphafi byggðar í landinu!

Hvað heldur þú?


Vestfjarðabækurnar fást í bókaverslunum um land allt!

...
Meira
22.12.2016 - 20:18 | Vestfirska forlagið,Kvikmyndaskóli Íslands

Nýútskrifaður Eyþór Jóvinsson fær handritsstyrk frá Kvikmyndasjóði

Önfirðingurinn/Dýrfirðingurinn -Eyþór Jóvinsson-
Önfirðingurinn/Dýrfirðingurinn -Eyþór Jóvinsson-

Nýútskrifuðum nemanda úr Kvikmyndaskóla Íslands barst nú skömmu fyrir jól góðar fréttir. Önfirðingurinn/Dýrfirðingurinn -Eyþór Jóvinsson- landaði sínum fyrsta handritsstyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og við fengum hann til að segja okkur frá sínum fyrstu viðbrögðum við þessum frábæru fréttum.



Fyrstu viðbrögð eru bara mjög góð. Maður er búinn að leggja mikla vinnu í þennan karakter og söguna um hann, og það hefur gengið vel með hann í skólanum. Þannig að það er gott að fá staðfestingu á því frá einhverjum öðrum að maður sé á réttri braut með verkefnið.


...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31