Haldið til Hvanneyrar
Jón fæddist á Arnarnesi við Dýrafjörð árið 1888. Foreldrum hans, þeim Kristínu Bjarnadóttur og Móses Jónssyni....
Meira
„Við höfum oftast litið á landsbyggðina sem okkar vettvang og sýnt vítt og breitt um landið. Okkur fannst hins vegar nauðsynlegt að kíkja í kaupstaðinn og sendum Þjóðleikhúsinu fyrirspurn um hvort menn þar á bæ hefðu áhuga á að hýsa sýninguna í ljósi þess hversu margir í Reykjavík væru að spyrja um sýninguna. Svarið reyndist já og hingað erum við komnir,“ segir Elfar Logi Hannesson forsprakki Kómedíuleikhússins á Ísafirði, um leiksýninguna Gísli á Uppsölum sem tekin verður til sýningar í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 19.30. Alls verða sýndar sex sýningar á einleiknum til og með 25. janúar og eru miðar seldir á vefnum tix.is.
Gísli á Uppsölum er 40. uppfærsla Kómedíuleikhússins, fyrsta atvinnuleikhússins á Vestfjörðum, á tæplega 20 árum, en Kómedíuleikhúsið var stofnað 1997. Sýningin var frumsýnd í lok september sl. í kirkjunni í Selárdal, þaðan sem horfa mátti heim að söguslóðum á Uppsölum.
...Stefán var hálfbróðir Jóns í Litlabæ, föður Guðmundar Kamban rithöfundar og Gísla Jónssonar alþingismanns. Í móðurætt var Sigvaldi þremenningur við séra Bjarna Þorsteinsson á Siglufirði. Bróðir Sigvalda var Eggert söngvari.
Sigvaldi lauk stúdentsprófum frá Lærða skólanum 1902, embættisprófi í læknisfræði frá Læknaskólanum í Reykjavík 1908 og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Þar kynntist hann danskri og evrópskri tónlist og einnig eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen hjúkrunarkonu.
...
Í dag - hinn dásmlega föstudaginn 13. janúar 2017, hefjast sýningar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu.
Leikurinn hefur farið sigurför um landið síðan í haust og hlotið einlæglegar viðtökur. Óhætt er að segja að mikil spenna sé í landinu enda er þetta í fyrsta sinn sem Kómedíuleikhúsið sýnir í leikhúsi þjóðarinnar. Það er mikil eftirvænting meðal áhorfenda því nú þegar er uppselt á fyrstu fjórar sýningarnar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu. Upphaflega stóð til að sýningar yrðu aðeins 3 en nú eru þær orðnar 6 og jafnvel verður enn bætt við sýningum.
Miðasala fer fram á www.tix.is og í miðasölusíma Þjóðleikhússins 551 1200
Sýningar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu:
...Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hinn nýi ferðmálaraðherra með meiru, er sko aldeilis með vestfirsk gen (erfðavísa) í æðum sínum.
Á síðu hennar segir svo:
„Ég er fædd og uppalin á Akranesi en ættuð af Vestfjörðum. Móðir mín, Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir (sjúkraliði) er dóttir Ásgeirs Hannessonar frá Ármúla í Ísafjarðardjúpi og Þórdísar Katarínusardóttur frá Arnadal í Skutulsfirði. Faðir minn, Gylfi R. Guðmundsson (þjónustustjóri) er sonur Guðmundar Helga Ingólfssonar frá Hnífsdal og Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur frá Ísafirði, búsett í Reykhólasveit.“
Gárungarnir segja að forsetinn hafi verið kominn á fremsta hlunn með að skipa utanþingsstjórn um daginn. Slík stjórn var í pípunum hér vestra í Vestfirsku Ölpunum eins og kom fram á Þingeyrarvefnum. En nú er sem sagt búið að forða því að hún verði kölluð til.
Á vefnum kom fram í morgun að tveir forystumanna hinnar nýju ríkisstjórnar eru geirnegldir hingað vestur í sýsluna. Það eru þeir Óttar Proppé, sem sækir mikið í Dýrafjörðinn og einn af hinum mýmörgu tengdasonum Önundarfjarðar, Benedikt Jóhannesson.
En hvað haldið þið? Er svo ekki þriðji ráðherrann, Jón Gunnarsson, samgönguráðherra með meiru, Dýrfirðingur í húð og hár ef svo mætti segja.