„Vegir liggja til allra átta“
Þetta gullfallega og magnaða lag var valið af íslensku þjóðinni sem besta íslenska dægurlagið á síðustu öld.
Allir vita höfunda lags og texta en mörgum er það ekki ljóst að Önfirðingurinn Guðlaugur Rósinkranz frá Tröð og Dýrfirðingurinn Jón Sigurððson frá Söndum eiga stóra þætti í þessu magnaða ævintýri sem kvikmyndin „79 á stöðinni“ er og lagið frábæra „Vegir liggja til allra átta“
„Vegir liggja til allra átta (upphaflega „79 af stöðinni) er íslenskt dægurlag eftir Sigfús Halldórsson við texta eftir Indriða G. Þorsteinsson.
Lagið var samið fyrir kvikmyndina 79 af stöðinni eftir samnefndri skáldsögu Indriða sem kom út 1955 og hafði notið mikilla vinsælda.
Meira