A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
05.01.2017 - 16:33 | Vestfirska forlagið,Orkubú Vestfjarða

Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins 2016

Stöðvarhús Mjólká III, 1,2 MW.  Gangsett árið 2010.
Stöðvarhús Mjólká III, 1,2 MW. Gangsett árið 2010.
« 1 af 2 »
Framleiðslan var tæpar 90 GWst.  Er það nokkru minna en fyrir árið 2015 sem var tæpar 93 GWst.  Lækkunin er ekki vegna lakari vatnsárs, heldur vegna framkvæmda í Mjólká.  Mjólká I framleiddi ekkert í 2½ mánuð á meðan á vélaskiptunum stóð og áætlað framleiðslutap er tæpar 3 GWst.  Samkvæmt þessu, þá hefði framleiðslan geta orðið tæpar 94 GWst, sem er meira en fyrir árið 2015.

Ef síðustu tvö vatnsár eru borin saman, þá teljast bæði árin mjög góð.  Hinsvegar eru þau ólík innbyrðis.  Eðli vatnsaflsvirkjana er mikil framleiðsla alla sumarmánuðina, en ekki s.l. sumars í virkjunum sem hafa lítil lón.  Snjór var horfinn snemma úr fjöllum og sumarið mjög þurrt.  T.d. var yfirfall Reiðhjallavirkjunar í Bolungarvík horfið um 22 júlí sem trúlega er það fyrsta frá upphafi.  Mjólká II er með gott lón og þótt yfirfall hverfi síðs sumars, þá helst framleiðslan góð.

Fyrri part vetrar var einnig lakari 2016.  Hinsvegar var haustið mun betra en 2015, enda bæði óvenju hlítt og rigningarsamt.  Áðurnefndar virkjanir eru sýndar í sitthvorri töflunni með mánaðarframleiðslu í kWst bæði árin.  Mjólká II með smá aukningu en Reiðhjalli lækkun milli ára.

Orkusvið
Sölvi R Sólbergsson

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31