A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
Hrafnseyrarkirkja. Ljósm.: BIB
Hrafnseyrarkirkja. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »

Í Mogganum í dag, 27. janúar 2017, lesum við að Viðskiptaráð telji rétt að ríkissjóður losi um eignarhald sitt á þeim 22 kirkjum sem eru í eigu hans. Kirkjan á Hrafnseyri við Arnarfjörð er talin upp þar á meðal.

Þetta verður að kalla brandara dagsins, því ríkissjóðurinn okkar á ekkert í Hrafnseyrarkirkju og hefur aldrei átt. Hvorki spýtu né nagla!

   Þann 20. nóvember 1910 afhenti séra Böðvar Bjarnason, sóknarprestur og kirkjuhaldari á Hrafnseyri, Hrafnseyrarsöfnuði kirkjuna til eignar og varðveislu. Frá þessu segir hann í bók sinni um Hrafnseyri (Menningarsjóður 1961). Hefur söfnuðurinn síðan séð alfarið um kirkju sína og kirkjugarð sjálfur og gerir enn þó fámennur sé.

Þess er þó skylt að geta, að meðan sú ágæta Hrafnseyrarnefnd var og hét, lagði hún stundum hönd á plóg með sóknarnefnd viðvíkjandi viðhaldi kirkju og garðs. Þetta þykir okkur rétt að komi fram hvað sem öðru líður.  

  

Hreinn Þórðarson                                        Hallgrímur Sveinsson
núv. sóknarnefndarformaður                   fyrrv. sóknarnefndarformaður  



              

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30