A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
29.01.2017 - 09:17 | Þjóðleikhúsið,Vestfirska forlagið,Komedia,Björn Ingi Bjarnason

Gísli uppseldur í Þjóðleikhúsinu - Fleiri sýningar

Uppselt hefur verið á allar sýningarnar í Þjóðleikhúsinu.
Uppselt hefur verið á allar sýningarnar í Þjóðleikhúsinu.

Uppselt hefur verið að allar sýningar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu.

Því hefur verið ákveðið að bæta við þremur aukasýningum í febrúar; sunnudaginn 5. febrúar kl.14, miðvikudaginn 8. og fimmtudaginn 9. febrúar kl.19.30 báða dagana.

Miðasala á aukasýningarnar er hafin og gengur sérlega vel þannig að nú er bara að ná sér í miða. Miðasala fer fram á www.tix.is einnig er hægt að hringja í miðasölusíma Þjóðleikhússins 551 1200.

Upphaflega stóð til að sýningar í Þjóðleikhúsinu á Gísla á Uppsölum yrðu 3 en nú eru komnar 10 á dagatalið og stefnir jafnvel í enn fleiri.

Leikurinn hefur fengið afar góða dóma og gaf gagnrýnandi Morgunblaðsins sýningunni einar 4 stjörnur. 

Gaman er að geta þess að Kómedíuleihúsið hefur nú þegar þegið boð frá stöðum um land allt næstu misserin hvar Gísli á Uppsölum verður sýndur.

Við hlökkum til stundarinnar um land allt. 



« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31