06.02.2017 - 06:43 | Björn Ingi Bjarnason,Jónshús í Kaupmannahöfn,Vestfirska forlagið
Forseti Íslands heimsótti Jónshús í Kaupmannahöfn
Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss og Karl M. Kristjánsson formaður stjórnar Jónshúss tóku að móti gestunum. Gestirnir skoðuðu sýningu um Jón Sigurðsson og eiginkonu hans Ingibjörgu Einarsdóttur sem er á þriðju hæð hússins. Karl sagði frá Jónshúsi og Halla sagði frá fyrirhugðum breytingum á safninu.
Að því loknu var farið í salinn á fyrstu hæð. Þar tóku fulltrúar notenda Jónshúss á móti gestunum. Halla sagði frá starfseminni sem fram fer í húsinu. Starfseminn er töluverð og sem dæmi var nefnt að í nóvember síðast liðnum komu um 1400 gestir í húsið.
Því næst fengu fulltrúar notenda hússins orðið, kynntu sig og sögðu frá sinni starfsemi. Svo tók forseti Íslands til máls og færði Jónshúsi bók að gjöf, Fyrstu forsetarnir, eftir núverandi foreta Guðna Th. Að lokum gafst smá til að spjalla áður en forsetinn og fylgdarlið hans yfirgaf húsið.
Myndir frá heimsókninni er að finna hér.