A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
21.04.2019 - 11:38 |

Gleðilega páska

Páskadagur er haldinn hátíðlegur til að fagna upprisu Jesú líkt og lýst er í Nýja Testamentinu, en samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á páskum gyðinga sem María Magdalena og María mey sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum.

Páskar hafa allt frá árinu 325 borið upp á fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir jafndægri á vori. Páskasunnudagur fellur í ár á sunnudaginn 21. apríl en hér koma nokkrir viðburðir úr sögunni sem tengjast þessari dagsetningu: 

- Þennan dag árið 753 f.Kr. er talið að Rómulus og Remus hafi stofnað Rómarborg.
- Árið 1509 var Hinrik VIII settur í embætti eftir fráfall föður hans Hinriks VII Englandskonungs.
- Í Setbergsannál segir að snjór hafi verið í mitti á sléttlendi á Suðvesturlandi. 
- Kristján VI Danakonungur lagði hornstein að Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn árið 1733. 
- Árið 1965 voru nafnskírteini gefin út til allra Íslendinga 12 ára og eldri. Um leið voru tekin upp svonefnd nafnnúmer.
- Fyrstu handritin, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða, komu heim frá Danmörku árið 1971. 
- Árið 1991 var golfklúbburinn Gláma stofnaður á Þingeyri.


-Þingeyrarvefurinn óskar öllum lesendum gleðilegra páska-

 

17.04.2019 - 14:26 |

Páskadagskrá á Þingeyri

Nú syttist í að páskahátíð fari í hönd og verður margt um að vera á Þingeyri líkt og endra nær. Mikið hefur verið lagt í og er dagskráin ekki af verri endanum. Undanfarin ár hefur leikdeild Höfrungs staðið fyrir barnaleiksýningum í Félagsheimilinu en í ár vinna saman Leikdeild Höfrungs og Kómedíuleikhúsið og bjóða barnaleikhúsveislu, brúðuleikhús sýninguna um Dimmalimm sem sýnd hefur verið fyrir fullum sal í Þjóðleikhúsinu síðustu vikur ásamt hinu klassíska leikriti Thorbjorns Egner um bræðurna Karíus og Baktus. Fleira er á döfinni en hér fyrir neðan má nálgast yfirlit yfir þá viðburði sem verða í boði....
Meira
15.04.2019 - 23:06 | Blábankinn á Þingeyri

Blábankinn hlýtur Landstólpann 2019

Eva Pandóra Baldursdóttir, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Andri Þór Árnason
Eva Pandóra Baldursdóttir, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Andri Þór Árnason
« 1 af 2 »
Blábankinn hlaut á dögunum samfélagsviðurkenningu Byggðarstofnunnar, Landstólpann, sem veitt var í níunda sinn. Alls bárust stofuninni 12 tilnefningar og var Blábankinn valinn að þessu sinni. Landstólpinn er viðurkenning sem veitt er einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur jákvæða athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags.
Blábankinn hefur verið starfræktur síðan 20. september 2017, en í umsögn viðurkenningarinnar segir að „Blábankinn sé einstaklega hvetjandi nýsköpunar- og samfélagsverkefni þar sem íbúarnir sjálfir höfðu frumkvæði af því að þróa og skipuleggja starfsemina með opinberum aðilum og þjónustuveitendum.“...
Meira
Þann 17. apríl verður hátíðleg stund í Dýrafjarðargöngunum en þá verður síðasta færan sprengd sem jafnframt verður viðhafnarsprenging. Vel hefur gengið við gangnagröft bæði Arnarfjarðarmegin fyrir áramót og nú eftir áramót Dýrafjarðarmegin. Á föstudaginn 12. apríl var gegnumbrot þar sem mátti sjá í gegn milli gangnahluta. 
Vegna viðhafnarsprengingarinnar miðvikudaginn 17. apríl býður verktakinn Suðurverk áhugasömum að taka þátt í hátíðarhöldum. Tvær rútur munu ferja fólk frá Ísafirði inn að göngum og aftur til baka eftir dagskrárlok....
Meira

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð úr sjóði sem verkefnisstjórn veitir úr í umboði Byggðastofnunar vegna ársins 2019. Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi á þar til gerðu eyðublaði. Ath! Umsóknarfrestur hefur verið lengdur fram til kl. 16.00 þriðjudaginn 23. apríl 2019.

Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu við Dýrafjörð eru hvattir til að sækja um. Vill einnig hvetja þá sem ekki fengu úthlutað síðast að sækja um aftur.

Umsóknareyðublað má finna hér. Styrkjareglur Brothættra byggða í heild sinni má finna hér.

 

10.04.2019 - 13:34 | Grunnskóli Þingeyrar

Árshátíð Grunnskólans

Nemendur á elsta stigi sáu um auglýsingahönnun.
Nemendur á elsta stigi sáu um auglýsingahönnun.
« 1 af 4 »

Hin árlega árshátíð Grunnskólans á Þingeyri verður haldin á morgun, fimmtudaginn 11. apríl. Hefð hefur skapast fyrir því að hafa árshátíð grunnskólans opna skemmtun þar sem nemendur leggja til ýmis skemmtiatriði bæði leikin og sungin, en annað hvert ár vinna allir nemendur grunnskólans að einu stóru leikverki. Árshátíðin í ár er afar metnarðarfull en nemendur skólans hafa síðustu vikur æft af kappi leikritið um ævintýrastrákinn Pétur Pan og félaga hans. 

 

Sýningarnar eru tvær, en sú fyrri er kl. 10:00 þar sem skólabörn Leikskólans Laufási koma einnig fram og syngja. Seinni sýningin er kl. 20:00 og munu nemendur í 8.-9. bekk vera með sjoppu í hléi og er það hluti af fjáröflun þeirra fyrir 10. bekkjar ferð. 


Aðgangseyri er 2000 kr. fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir börn. Sýningin tekur um einá og hálfa klst.

 

 

10.04.2019 - 10:55 |

Gangnafréttir

Yfirlit yfir vikulega framvindu í Dýrafjarðargöngum
Yfirlit yfir vikulega framvindu í Dýrafjarðargöngum
« 1 af 4 »

Í viku 14 voru grafnir 88,6 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn. Lengd ganganna í Dýrafirði var í lok vikunnar 1.572,5 m sem er 95,7 % af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 98,7 % af göngunum. Eru núna 70,9 m að gegnumbroti.

 

Grafið var í basalti og þunnu setlagi. Efni úr göngunum var keyrt beint í veg. Í göngunum Arnarfjarðarmeginn var unnið við lagnavinnu. Í lok vikunnar var búið að setja niður lagnir í hægri vegöxl á rúmlega 330 m kafla. 

 

Í vegagerð Dýrafjarðarmegin var haldið áfram með sömu vinnu og verið hefur í gangi undanfarið þ.e. grjótröðun og vinnslu efnis úr Nautahjallanámu og mokstur úr skeringum en efnið úr þeim hefur farið í vegfyllingu og fláafleyga. Efni úr göngunum notað til að hækka vegfyllingarnar næst munnanum.

 

Í vegskálanum í Dýrafirði var einn hluti af þrifalagi steyptur og fyrstu tveir hlutarnir af sökklinum steyptir en hver hluti er 12 m langur.

 

Yfirlit yfir vikulega framvindu Dýrafjarðarganga Dýrafjarðarmegin
Yfirlit yfir vikulega framvindu Dýrafjarðarganga Dýrafjarðarmegin
« 1 af 9 »

Ágætis gangur í gangagreftri í vikunni sem var að líða en þá lengdust göngin um 80,9 m.

Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 1.483,9 m og samanlögð lengd ganga 5.141,5 m sem er 97,0% af heildarlengd. Lengd að gegnumbroti er nú aðeins um 159,5 m.

Auk gangagerðar vinnur verktaki jöfnum höndum í vegagerð og gerð grjótvarnar sem er hvort tveggja óðum að taka á sig mynd. Þá hóf verktaki undirbúning fyrir byggingu vegskála í Dýrafirði og var fyrsta þrifalagssteypan undir sökkla steypt í vikunni.

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31