A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
16.07.2019 - 08:06 |

Vestfjarðarvíkingurinn 2019

Vestfjarðarvíkingurinn 2019 Ari Gunnarsson
Vestfjarðarvíkingurinn 2019 Ari Gunnarsson

Aflraunakeppnin Vestfjarðarvíkingurinn 2019 fór fram um helgina í veðurblíðu og er það í 27. sinn sem keppnin er haldin. Keppt var á Hólmavík, Djúpavík, Norðurfirði, Súðavík og lauk keppninni á Þingeyri á laugardaginn síðastliðinn. Ari Gunnarsson sigraði keppnina eftir að hafa tekið skarpa forystu, og er það í fimmta sinn sem hann hlýtur titilinn Vestfjarðarvíkingurinn. Keppt var í hefðbundnum aflraunagreinum Víkingsins s.s. kútakasti, að ýta bíl, og tunnuhleðslu. 


Íþróttafélagið Höfrungur tók þátt í skipulagi keppninnar á Þingeyri líkt og undanfarin ár, en þar var að þessu sinni keppt í þremur greinum, steinatöku upp á öxl og bændagöngu sem fram fóru á Víkingasvæðinu, og tunnuhleðslu sem fram fór í sundlaug Þingeyrar. Steinarnir sem notaðir eru í keppninni eru allan ársins hring á Víkingasvæðinu og geta gestir og gangandi spreytt sig á aflrauninni. Þess skal þó geta að það er ekki á færi allra og best er að fara að öllu með gát. 

 

15.07.2019 - 21:50 | Hallgrímur Sveinsson

Dýrafjarðardagar: Hvar var Kassabílarallýið?

Þessi mynd er að vísu ekki frá Þingeyri heldur frá Ingólfstorgi, fyrrum landnámsmanns í Reykjavík. En hún er jafn góð fyrir því. Ljósm. Styrmir Kári Mbl.
Þessi mynd er að vísu ekki frá Þingeyri heldur frá Ingólfstorgi, fyrrum landnámsmanns í Reykjavík. En hún er jafn góð fyrir því. Ljósm. Styrmir Kári Mbl.

Sextettinn Við bræðurnir og Gaui var búinn að melda sig í Kassabílarallýið á Dýrafjarðardögum. Því miður var rallýið ekki á dagskrá að þessu sinni og voru það mikil vonbrigði hjá bræðrunum. Gaui ætlaði að vera undir stýri og bræðurnir að ýta og hlaupa eins og vitlausir menn. Þeir voru ákveðnir í að sigra jafnaldra sína, miðað við rauntölur í árum talið. Yfirleitt eru þeir að meðaltali þetta 8-9 ára gamlir. En svona er lífið bara og ekkert annað að gera en hlakka til þátttöku að ári, vonandi.


Heyrst hefur, þó óstaðfest, að Við bræðurnir og Gaui hafi skráð sig í strandblakið. Þær í nefndinni verða náttúrlega að samþykkja drengina inn. Annars er allt unnið fyrir gýg með yfsilon. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þetta mál fer. Þeir félagar eru nefnilega mjög líklegir til að fara á verðlaunapall. Þeir virðast vera óstöðvandi eftir að þeir slógu í gegn á Íþrótta-og leikjanámskeiði Höfrungs hjá henni Jóhönnu okkar. Þar eru yngstu þátttakendurnir þriggja ára.


Gerðar hafa verið ráðstafanir til að ljósmyndarar verði á staðnum.

 

 

09.07.2019 - 21:39 | Hallgrímur Sveinsson

Til Dýrafjarðar fórum við með fjör í stórum stíl!

Nú er lokið dýrlegum Dýrafjarðardögum, hinu stóra ættarmóti Dýrfirðinga og vina þeirra. Þessir ánægjulegu dagar sýndu glöggt, eins og oft áður, hvað viljinn má sín mikils. Og veðrið lék við hvern sinn fingur. Þeir sem stjórna svona atburðum, fara stundum jafnvel fram úr sjálfum sér, ef út í það er farið. Það vita allir sem fengist hafa við slíka sjálfboðavinnu í gegnum tíðina. Það er eins og einhver frumkraftur leysist úr læðingi. Menn verða jafnvel hamrammir og spenna sig megingjörðum eins og Þór forðum.
Það má náttúrlega deila um alla hluti, en um það verður ekki deilt, að Dýrafjarðardagar eru til vitnis um samheldni og kraft. Vonandi fá þeir eiginleikar að blómstra í framtíðinni í Dýrafirði....
Meira
04.07.2019 - 12:36 |

Aflaskýrsla í júní

Fréttaritari vefsins í Hafnarfirði, Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúlu sendir aflaskýrslu frá maí samkvæmt upplýsingum Fiskistofu:

Handfæri

Rakel 1957 kg 7 róðrar
Pálmi 1743 kg 2 róðrar
Bára 7719 kg 8 róðrar
Hulda 6202 kg 7 róðrar
Kalli Elínar 5019 kg 9 róðrar
Dýrfirðingur 1326 kg 1 róður
Imba 5212 kg 6 róðrar
Matti Viktor 5617 kg 10 róðrar
Oliver 2768 kg 4 róðrar landað á FLateyri

 

 

Dragnót

Egill 54053 kg 4 róðrar landað á Þingeyri
Egill 145052 kg 11 róðrar landað á Suðureyri

 

04.07.2019 - 08:00 | Grunnskóli Þingeyrar

Atvinna í boði í Grunnskólanum á Þingeyri

Grunnskólinn á Þingeyri auglýsir um þessar mundir tvær lausar stöður fyrir komandi haust. Stöðurnar sem um ræðir eru staða íþróttakennara og umsjónakennara á elsta stigi. Í skólanum er rekið metnaðarfullt starf en þar eru nú 35 nemendur og skiptist skólinn í þrjú stig; yngsta, mið- og elsta stig.

Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí 2019 og skal umsóknum skilað til Ernu Höskuldsdóttur skólastjóra á netfangið ernaho@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af leyfisbréfi. Allar nánari upplýsingar veitir Erna í síma 450-8370 eða í gegnum tölvupóst. 

Auglýsingarnar má nálgast hér ásamt yfirliti yfir aðrar lausar stöður hjá Ísafjarðarbæ. 


Verið að sprautusteypa á vegg í göngunum
Verið að sprautusteypa á vegg í göngunum
« 1 af 9 »
Í vikum 25 og 26 við vinnu Dýrafjarðarganga var haldið áfram með lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna í hægri vegöxl og er nú búið að leggja um 2.200 metra auk þess sem haldið var áfram með niðursetningu á drenlögn í vinstri vegöxl og er búið að leggja um 1.200 m af henni. Vinna við lokastyrkingar á kaflanum frá gegnumbroti og að Arnarfirði kláraðist og byrjað á leggnum að Dýrafirði frá gegnumbroti. Þar eru styrkingar settar á báða veggi samtímis og í þekju ef nauðsyn þykir. Búið er að steypa um 250 m frá gegnumbroti og er minna en 1,5 km eftir. Búið er að setja bergbolta á um 900 m kafla frá gegnumbroti og því einungis eftir rúmlega 700 m út að munna í Dýrafirði. Haldið var áfram vinnu við að setja boltafestingar fyrir vatnsvörn í veggi og þekju. Nú er búið að bora fyrir rúmlega 10.400 boltum og setja rúmlega 5.800 bolta á sinn stað....
Meira
Dynjandi í Auðkúluhreppi, Perla Vestfjarða, fer ekki fram hjá neinum vegfaranda á Vesturleið. Strompgljúfrafoss, öðru nafni Úðafoss, í forgrunni.
Dynjandi í Auðkúluhreppi, Perla Vestfjarða, fer ekki fram hjá neinum vegfaranda á Vesturleið. Strompgljúfrafoss, öðru nafni Úðafoss, í forgrunni.
Nú er bókstaflega brjáluð umferð, eða þannig, á Vesturleið vestur frá Þingeyri og suðurúr, fram og til baka. Minnir á auglýsinguna Brjálað að gera. Eftir nokkuð nákvæma athugun má gera ráð fyrir að 70-80% vegfarenda á þessum malarvegi síðustu vikur séu erlendir ferðamenn á litlum leigubílum. Sem sumir eru undir stýri í fyrsta eða annað sinn á ævinni! Merkilegt. Þeir skera sig úr frá hinum íslensku ofurbílstjórum sem engu eira sumir. Sem betur fer eru þó flestir Íslendingar mjög elskulegir í umferðinni og vita hvar þeir eru staddir. En það er brjálað að gera í sumarfríinu hjá okkur sumum! Og júlí rétt að byrja, en þá fara Íslendingar í sumarfrí í hópum....
Meira
Á Íslandi er strandblak í örum vexti og eru nú um 40 strandblakvellir staðsettir víðsvegar um landið. Einn af bestu völlum 
landsins má finna á Þingeyri en þar er öll aðstaða til fyrirmyndar. Hefð hefur skapast fyrir því að Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri haldi Stigamót 3 á strandblakvöllum Þingeyrar og er hluti af mótaröð Íslandsmeistarakeppninnar í strandblaki....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31