Smiðja í hönnun og handverki í Blábankanum á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða
Meira
Þennan dag árið 1941 réðist þýskur kafbátur á línuveiðarann Fróða frá Þingeyri um 200 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum. Var skipið í Englandsferð, fulllestað af ísvörðum fiski. Fimm skipverjar af ellefu létust í þessari skelfilegu árás. Þeir voru:
Bræðurnir frá Brekku í Dýrafirði, Gunnar J. Árnason skipstjóri og Steinþór Árnason háseti, Gísli Guðmundsson, háseti sem einnig var frá Brekku og Guðmundur Stefánsson háseti frá Hólum í Dýrafirði. Fimmti skipverjinn sem féll hét Sigurður V. Jörundsson, stýrimaður.
Víða má lesa frásagnir af árásinni á Fróða. Má þar nefna Virkið í Norðri eftir Gunnar M. Magnúss og ekki síst dramatíska frásögn
Matthíasar Johannessen, ritstjóra, í ritröðinni M-samtöl.
Nú þegar búið er að grafa um 90% af heildarlengd Dýrafjarðarganga var við hæfi að Þingeyrarvefurinn sendi fréttaritara á staðinn til að athuga stöðuna. Fékk fréttaritarinn reynsluboltana Valdimar Gíslason á Mýrum og Sigmund Þórðarson til að slást í för.
Verkfræðingurinn Oddur Sigurðsson hjá fyrirtækinu GeoTek tók á móti okkur og var ánægður með gang mála.
„Við vorum búin að gefa okkur að vinnan við Dýrafjarðargöng myndi ganga hraðar fyrir sig en vinna við sambærileg göng áður. En svo hefur komið í ljós að þetta hefur jafnvel gengið hraðar fyrir sig en þær spár sögðu til um. Að meðaltali er þetta langbesti gangur í íslenskri gangasögu frá upphafi.“
...