A A A
  • 1966 - Kristján Gunnar Bjarnason
  • 1966 - Óskar Gunnarsson
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Smiðja í hönnun og handverki á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða verður haldin í Blábankanum 4. -17. apríl 2019. Smiðjan er sniðin að þörfum þeirra sem vilja fá innsýn í hönnunarferlið og kynnast af eigin raun hvað þarf til að þróa nýjar hugmyndir og koma þeim í nothæfan búning. Nemendur fá einnig þjálfun í að afla sér þekkingar og nýta hana til þess að öðlast leikni, hæfni og færni til að framleiða afurð. Vaxandi ferðamannastraumur kallar á meira og fjölbreyttara framboð af söluvarningi sem byggir á sögu og menningu Vestfjarða. Unnið verður með þema sem tengist Vestfjörðum og munu þátttakendur þróa hugmyndir og afurðir sem gætu orðið söluvarningur fyrir ferðamenn. Unnið verður í hópum auk þess sem nemendur þróa verkefni hver fyrir sig. Nemendur fá tækifæri til að kynna sér aðferðafræði við markaðsrannsóknir, vöruþróun og markaðssetningu. Unnið verður með mismunandi tækni og efnivið.

...
Meira
12.03.2019 - 15:34 |

Þúsundasta sprengingin

Útsýnið sem mun blasa við þegar komið er úr göngunum í Dýrafirði
Útsýnið sem mun blasa við þegar komið er úr göngunum í Dýrafirði
« 1 af 5 »
Í viku 10 voru grafnir 90,9 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn. Á föstudeginum var sprengd færa númer 1000  og eru þá ótaldar allar sprengingarnar sem fóru í að grafa hliðarrýmin í útskotunum. Grafnir voru 4.876,8 m í þessum 1000 sprengingum.  Lengd ganganna í Dýrafirði var í lok vikunnar 1.239,2 m sem er 75,4 % af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 92,4 % af göngunum. Eru núna 404,2 m að gegnumbroti....
Meira
11.03.2019 - 15:46 | Hallgrímur Sveinsson

11. marz 1941: Árásin á línuveiðarann Fróða frá Þingeyri

Fróðaleiðið í Þingeyrarkirkjugarði. Þar eru fjórir skipverjar af Fróða jarðsettir. Ljósmynd: Hallgrímur Sveinsson
Fróðaleiðið í Þingeyrarkirkjugarði. Þar eru fjórir skipverjar af Fróða jarðsettir. Ljósmynd: Hallgrímur Sveinsson

Þennan dag árið 1941 réðist þýskur kafbátur á línuveiðarann Fróða frá Þingeyri um 200 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum. Var skipið í Englandsferð, fulllestað af ísvörðum fiski. Fimm skipverjar af ellefu létust í þessari skelfilegu árás. Þeir voru:

Bræðurnir frá Brekku í Dýrafirði, Gunnar J. Árnason skipstjóri og Steinþór Árnason háseti, Gísli Guðmundsson, háseti sem einnig var frá Brekku og Guðmundur Stefánsson háseti frá Hólum í Dýrafirði. Fimmti skipverjinn sem féll hét Sigurður V. Jörundsson, stýrimaður.

Víða má lesa frásagnir af árásinni á Fróða. Má þar nefna Virkið í Norðri eftir Gunnar M. Magnúss og ekki síst dramatíska frásögn
Matthíasar Johannessen, ritstjóra, í ritröðinni M-samtöl.

Styrkhafar ásamt verkefnisstjórn
Styrkhafar ásamt verkefnisstjórn
Fyrsta úthlutun styrkja úr verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar var veitt í gær, en Öll vötn til Dýrafjarðar fellur undir byggðaþróunarverkefni Byggðastofnunnar, Brothættar byggðir. Auglýst var eftir styrkumsóknum 17. desember 2018 úr sjóði sem verkefnisstjórn Allra vatna til Dýrafjarðar veitir úr í umboði Byggðastofnunar fyrir verkefnastyrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð. ...
Meira
07.03.2019 - 11:44 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Á annað hundrað titla um Vestfirði og Vestfirðinga á Laugardalsvellinum!

 Ljósm. Magnús Jensson.
Ljósm. Magnús Jensson.
Þessa dagana stendur yfir á Laugardalsvellinum í Rvk. stóri Bókamarkaðurinn hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Þar kennir ýmissa grasa að vanda. Vestfjarðabækurnar frá Vestfirska forlaginu eru þar á sínum stað. Er forlagið með á annað hundrað titla um Vestfirði og Vestfirðinga á svæðinu....
Meira
Vegfylling og grjótvörn
Vegfylling og grjótvörn
« 1 af 6 »
Níutíu metrar plús aðra vikuna í röð verður að kallast frábær gangur en í vikunni sem var að líða lengdust göngin um 91,5 m og þar með var 90% markinu náð. Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 1.148,3 m sem er rétt tæplega 70% af Dýrafjarðarleggnum og samanlögð lengd ganga nú orðin 4.805,9 m sem er 90,7% af heildarlengd. Lengd að gegnumbroti er nú 495,1 m og eru veðbankar án efa farnir að gæla við gegnumbrotsdagsetningu....
Meira
Bolungarvík og nágrenni
Bolungarvík og nágrenni
« 1 af 2 »
Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, Jón Páll Hreinsson, lét á dögunum í ljós óánægju sína yfir hinum eilífa vetri sem ríkir í Bolungarvík á vefkorti vefrisans Google. Hann segir það bæði hvimleitt og villandi fyrir ferðalanga sem vilja kynna sér svæðið en sjá lítið annað en snjó. Ísafjarðarbær glímir við sama vandamál en svo virðist sem Google viti ekki sem best hvernig þessu svæði sé rétt lýst (sjá mynd). Fyrir utan frosthörkur og snæviþakta jörð í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ ríkir annars sumarlandið á Vestfjörðum.
28.02.2019 - 11:54 |

Heimsókn í Dýrafjarðargöng

Valdimar Gíslason og Oddur Sigurðsson við gangamunann
Valdimar Gíslason og Oddur Sigurðsson við gangamunann
« 1 af 10 »

Nú þegar búið er að grafa um 90% af heildarlengd Dýrafjarðarganga var við hæfi að Þingeyrarvefurinn sendi fréttaritara á staðinn til að athuga stöðuna. Fékk fréttaritarinn reynsluboltana Valdimar Gíslason á Mýrum og Sigmund Þórðarson til að slást í för.
Verkfræðingurinn Oddur Sigurðsson hjá fyrirtækinu GeoTek tók á móti okkur og var ánægður með gang mála.


„Við vorum búin að gefa okkur að vinnan við Dýrafjarðargöng myndi ganga hraðar fyrir sig en vinna við sambærileg göng áður. En svo hefur komið í ljós að þetta hefur jafnvel gengið hraðar fyrir sig en þær spár sögðu til um. Að meðaltali er þetta langbesti gangur í íslenskri gangasögu frá upphafi.“

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31