A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
17.04.2019 - 14:26 |

Páskadagskrá á Þingeyri

Nú syttist í að páskahátíð fari í hönd og verður margt um að vera á Þingeyri líkt og endra nær. Mikið hefur verið lagt í og er dagskráin ekki af verri endanum. Undanfarin ár hefur leikdeild Höfrungs staðið fyrir barnaleiksýningum í Félagsheimilinu en í ár vinna saman Leikdeild Höfrungs og Kómedíuleikhúsið og bjóða barnaleikhúsveislu, brúðuleikhús sýninguna um Dimmalimm, sem sýnd hefur verið fyrir fullum sal í Þjóðleikhúsinu síðustu vikur, ásamt hinu klassíska leikriti Thorbjorns Egner um bræðurna Karíus og Baktus. Fleira er á döfinni en hér fyrir neðan má nálgast yfirlit yfir þá viðburði sem verða í boði.

Fleira spennandi er að gerast í næsta nágrenni og má nálgast dagskrá yfir aðra viðburði á Skíðaviku hér

Páskadagskrá á Þingeyri

Skírdagur 18. apríl

kl. 09:45 Morgunbænir í Þingeyrarkirkju
kl. 13:00 Skrautskriftarskemmtun í Blábankanum
kl. 20:00 Kvöldbænir og altarisganga í Þingeyrarkirkju
kl. 20:30 Hljómsveitin Rassar með tónleika og spjall við gesti. Egill Ólafs, Rúnar Þór og Benedikt. Húsið opnar kl. 20:00

Opnunartímar: 
Íþróttamiðstöðin kl. 10:00-18:00
Kaffihúsið Simbahöllin kl. 13:00-18:00
Hamona (N1) kl. 11:00-20:00



Föstudagurinn langi 19. apríl
kl. 08:30 Píslarganga. Morguntíðir sungnar í Þingeyrarkirkju klukkan 08:40 en gangan hefst kl. 09:00. Gönguleiðin er um 25 km (ca. 5 til 6 klst ganga). Göngustjóri er Þórir Örn Guðmundsson. Boðið verður uppá súpu og brauð í lok göngu. Skráning í síma 869 4993 eða á netfangið hildurir@simnet.is
kl. 11:00 Helgiganga frá bænhúsatóftum á Kirkjubóli að Þingeyrarkirkju
kl. 14:00 1. sýning Dimmalimm + Karíus og Baktus
kl. 16:00 2. sýning Dimmalimm + Karíus og Baktus

Opnunartímar: 
Íþróttamiðstöðin kl. 10:00-18:00
Kaffihúsið Simbahöllin kl. 13:00-18:00
Hamona (N1) Lokað



Laugardagurinn 20. apríl

kl. 10:00 Íþróttadagur Höfrungs í íþróttahúsinu:
        kl. 10:00 Leikjaplan og páskaeggjaleit
        kl. 12:00 Bandý
        kl. 13:00 Körfubolti 
        kl. 14:00 Fótbolti
        kl. 15:00 Badminton
        kl. 16:00 Vatnsbyssuleikur í sundlauginni
kl. 14:00 3. sýning Dimmalimm + Karíus og Baktus
kl. 16:00 Lokasýning Dimmalimm + Karíus og Baktus
kl. 21:00 Páskabingó í kaffihúsinu Simbahöllinni. Húsið opnar kl. 20:30. 

Opnunartímar: 
Íþróttamiðstöðin kl. 10:00-18:00
Kaffihúsið Simbahöllin kl. 13:00-18:00
Hamona (N1) kl. 11:00-20:00



Páskadagur 21. apríl

kl. 09:00 Hátíðarguðþjónusta í Þingeyrarkirkju
kl. 14:00 Hátíðarguðþjónusta í Núpskirkju
kl. 16:00 Leiksýning - Sigvaldi Kaldalóns

Opnunartímar:
Íþróttamiðstöðin kl. 12.00-18:00
Kaffihúsið Simbahöllin kl. 13:00-18:00
Hamona (N1) Lokað

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31