Árshátíð Grunnskólans
Hin árlega árshátíð Grunnskólans á Þingeyri verður haldin á morgun, fimmtudaginn 11. apríl. Hefð hefur skapast fyrir því að hafa árshátíð grunnskólans opna skemmtun þar sem nemendur leggja til ýmis skemmtiatriði bæði leikin og sungin, en annað hvert ár vinna allir nemendur grunnskólans að einu stóru leikverki. Árshátíðin í ár er afar metnarðarfull en nemendur skólans hafa síðustu vikur æft af kappi leikritið um ævintýrastrákinn Pétur Pan og félaga hans.
Sýningarnar eru tvær, en sú fyrri er kl. 10:00 þar sem skólabörn Leikskólans Laufási koma einnig fram og syngja. Seinni sýningin er kl. 20:00 og munu nemendur í 8.-9. bekk vera með sjoppu í hléi og er það hluti af fjáröflun þeirra fyrir 10. bekkjar ferð.
Aðgangseyri er 2000 kr. fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir börn. Sýningin tekur um einá og hálfa klst.