Eru skattaskjól að verða til í Auðkúluhreppi?
Eins og komið hefur fram í fréttum, eru mikil umsvif hjá hreppsnefnd Auðkúluhrepps í Arnarfirði þessar vikurnar. Nú sækjast til dæmis ýmsir auðmenn eftir að stofna alls konar fjárfestingafélög í hreppnum, sem eru þó nokkur þar fyrir eins og til dæmis Puntstrá ehf. Samvinnufélag. Þeir halda nefnilega margir að þar sé eitthvert skjól að finna fyrir sköttum með niðurfellingu opinberra gjalda líkt og á Tortola og Cayman Islands.
Í því sambandi skulu nú rifjuð upp ýmis stór fjármál sem hafa verið til umfjöllunar hjá Kauphöll Auðkúluhrepps og Fjármálaeftirliti hreppsins, sem að vísu er lítt starfandi vegna fjárskorts. Allt á þetta að vera opið og gegnsætt. Liggur því beinast við að birta frétt frá í fyrrahaust sem sýnir vel við hvað hreppsnefndin er að kljást þarna í Auðkúluhreppi.
...Meira