A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
25.06.2019 - 14:11 | Hallgrímur Sveinsson

Formúlan

Hvað myndu það nú vera margir bílar sem mynda þetta mikla rykský á veginum í Brekkudal í Dýrafirði? Svar: Aðeins einn á 100 km hraða. Og ærin Móra er alveg steinhissa á hvernig menn láta! Ljósm. H. S.
Hvað myndu það nú vera margir bílar sem mynda þetta mikla rykský á veginum í Brekkudal í Dýrafirði? Svar: Aðeins einn á 100 km hraða. Og ærin Móra er alveg steinhissa á hvernig menn láta! Ljósm. H. S.
Um þetta leyti í fyrra fundu dýrfirskir spekingar loks upp formúluna að svokölluðum rykhraða á vegum með óbundnu slitlagi. 
Formúlan  er svona =A í öðru veldi +B í þriðja veldi = 50 km meðalhraði á klst. Þetta þykir náttúrlega dálítið sérstakt, en er samt sem áður staðreynd. 
Tökum sem dæmi bifreið sem ekur á 90 – 100 km hraða á vegi sem er skraufþurr af margra vikna þurrki. Hann sendir líklega út í andrúmsloftið nokkur kg af ryki á hvern ekinn km. Sem er náttúrlega ekkert annað en ofaníburður, sá fínasti úr veginum....
Meira
15.06.2019 - 13:38 |

Aflaskýrsla í maí

Fréttaritari vefsins í Hafnarfirði, Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúlu sendir aflaskýrslu frá maí:



Handfæri




Kalli Elinar                   6.133 kg    10 róðrar




Pálmi                           5.397 -        7    -



Matti Viktors                 5.644 -       9    -


Hulda                           4.602 -        4    -




Viggó                            3.066 -       5    -




Bára                                677  -       1   róður



 

...
Meira
Verið að bora fyrir festingum fyrir vatnsvörn
Verið að bora fyrir festingum fyrir vatnsvörn
« 1 af 4 »

Eftir gegnumslátt í Dýrafjarðargöngum eru enn mörg verk eftir. Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 21 og 22 við vinnu Dýrafjarðarganga.


Í göngunum var haldið áfram með lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna í hægri vegöxl og er nú búið að leggja rúmlega 1000 metra. Vinna við lokastyrkingar á kaflanum frá gegnumbroti og að Arnarfirði er komin vel á veg og er eftir að setja bergbolta á tæplega 1 km kafla og eftir að sprautusteypa rúmlega 1 km. Byrjað var að merkja fyrir boltafestingum fyrir vatnsvörn og bora fyrir boltunum.  

 

Þéttidúk var komið fyrir á mótum gangamunna og vegskála beggja vegna. Vinna við uppsteypu á sökklum í vegskálanum Dýrafjarðarmegin hélt áfram og járnagrindinni fyrir fyrsta hluta í yfirbyggingunni var komið fyrir. Stefnt er að því að fyrsta hluti í yfirbyggingunni verði steyptur í næstu viku.

 

Haldið var áfram með vegagerð í Dýrafirði, aðallega var unnið við skeringar og niðursetningu á ræsum og er búið að setja niður rúmlega helming ræsa. Haldið var áfram með mölun á efni úr Nautahjalla sem verður notað í efri lög vegarins.

 

28.05.2019 - 18:23 | Hallgrímur Sveinsson

Hreppsnefnd Auðkúluhrepps farin í stutt sumarfrí

Bankastjóri Einkabanka Auðkúluhrepps staddur í Washington, höfuðborg USA, korteri fyrir hrun 2008. Hann og Einstein eru greinilega málkunnugir! Ljósm Þ. E.
Bankastjóri Einkabanka Auðkúluhrepps staddur í Washington, höfuðborg USA, korteri fyrir hrun 2008. Hann og Einstein eru greinilega málkunnugir! Ljósm Þ. E.

Urgur í hreppsnefndarmönnum


Hreppsnefnd Auðkúluhrepps er nú farin í snemmtekið sumarfrí. En það verður ekki langt því margt er á borði nefndarinnar. Eru það ýmis alvarleg og erfið mál. Bann liggur við því að hreppsnefndarmenn fari til útlanda núna. Oddvitinn segir að þeir geti bara verið heima hjá sér. Verið tiltækir ef á þarf að halda. Og notað símann eða Skype eða eitthvað eins og sænska stelpan Greta Thunberg.

...
Meira
24.05.2019 - 13:48 | Hallgrímur Sveinsson

Ólafur Thors og fordæmi hans

Ingibjörg og Ólafur Thors á kjörstað 1963. Ljósm. Ólafur K. Magnússon.
Ingibjörg og Ólafur Thors á kjörstað 1963. Ljósm. Ólafur K. Magnússon.
Almannarómur segir að Alþingi Íslendinga sé nú statt í öngstræti. Fulltrúar okkar þar séu almennt úti að aka, svo vægt sé til orða tekið. Harry S. Truman, einn besti forseti í sögu Bandaríkjanna, hélt því löngum fram í viðræðum við menn, að þeir ættu að lesa söguna áður en þeir tækju ákvarðanir. Þegar hann var öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi var hann stöðugur gestur á bókasafni þingsins, einu því stærsta og fullkomnasta í heimi. Starfsfólkið þar sagði að enginn hefði notað safnið eins mikið og Truman. Hann þurfti nefnilega að læra af sögunni þegar hann tók afstöðu til mála. Þetta voru ekki bara orðin tóm hjá honum....
Meira
Dimmalimm og svanurinn
Dimmalimm og svanurinn
« 1 af 2 »
Hinar sígildu sögur um prinsessuna Dimmalimm eftir listamanninn Mugg (Guðmund Pétursson Thorsteinsson) og bræðurna Karíus og Baktus eftir Thorbjorn Egner hafa óneitanlega glatt mörg börn og fullornða í gegnum árin og gera enn. Um síðastliðna páska tóku saman höndum Kómedíuleikhúsið og Leikdeild Íþróttafélagsins Höfrungs og sýndu á hinni hefðbundnu páskadagskrá Þingeyrar, brúðusýninguna Dimmalimm sem sýnd hefur verið fyrlr fullu húsi Þjóðleikhússins nú á vordögum og leiksýninguna klassísku um Karíus og Baktus.
 
Vegna vinsælda fara sýningarnar nú í ferðalag og leyfa fleirum að njóta þessarar leikhúsveislu, en verkin verða sýnd nú um komandi helgi á eftirfarandi stöðum:

Patreksfirði laugardaginn 25. maí kl. 13:00 í Skjaldborgarbíói,
Bíldudalur laugardaginn 25. maí kl. 17:00 í Baldurshaga,
Hólmavík sunnudaginn 26. maí kl. 15:00 í Félagsheimilinu í Hólmavík. 



Langspil og íslensk fiðla eru einstök hljóðfæri sem finna má á fáum heimilum en njóta sívaxandi vinsælda. Nýjasta grein vefritsins Úr Vör fjallar um Hljóðfærasafn Jóns Sigurðssonar á Þingeyri, en Jón er einn af fáum hljóðfærasmiðum á Íslandi sem smíðar langspil og íslenskar fiðlur. Hljóðfærasafnið byrjaði sem tilraunasmíði á stöku langspili að áeggjan kollega en eftir það fór boltinn að rúlla og í dag smíðar Jón langspil eftir pöntunum og heldur úti hljóðfærasafni með yfir 50 safnmunum, hljóðfærum af ýmsum toga. ...
Meira
16.05.2019 - 12:21 |

Vorþing Vitafélagsins

Vitafélagið – íslensk strandmenning heldur laugardaginn 18. maí sitt árlega vorþing í Blábankanum á Þingeyri við Dýrafjörð í samstarfi við heimamenn. Vorþingið fjallar um strandmenningu í heild sinni s.s. handverk, útivist og nýtingu auðlinda. Lagt verður út frá þeim auði sem fámenni getur boðið uppá, sérstaklega þar sem aðgengi að hafinu og nær óspilltum fjörum er auðvelt eins og er við Dýrafjörð. Fjölbreytt erindi verða á þinginu svo og skoðunarferðir, m.a. kynnumst við listakonu sem vinnur skartgripi úr þangi og sker út með bandsög í rekavið alls kyns hluti og fígúrur, bátasmiður frá Flateyri mun kynna sjósókn fyrri alda, sagt verður frá fornminjavernd og fulltrúi frá elstu starfandi vélsmiðju landsins mun kynna smiðjuna. Farið verður í vettvangsferð í fjöruna, á vinnustofuna Fjöruperlur, Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar o.fl....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31