A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir

Frumteikningar af hitaveitu Auðkúluhrepps í bígerð


Þau ánægjulegu tíðindi urðu í fyrrinótt um hálf fjögur leytið, að heitt vatn spratt fram í Dýrafjarðargöngum. Nánar tiltekið var það á svipuðum stað og vötnum hallar í göngunum, þó að mestu leyti Auðkúluhreppsmegin. Enda eru göngin að verulegu leyti Arnarfjarðarmegin í fjallinu sem kunnugt er. Vatnið er um 70 gráðu heitt á Celsíus. Segja þeir hjá Vesturverki að rennslið sé um 50 sekúndulítrar. Verður það að teljast mjög ákjósanlegt, bæði hiti og rennsli. Rennur þessi heiti straumur út Rauðsstaðamegin alveg undir kontról, við mikinn fögnuð íbúa í Auðkúluhreppi.

    Á sínum tíma var samið um að ef upp kæmi heitt vatn í göngunum, mundi það tilheyra Auðkúluhreppi og er það liður í byggðamálum. Nokkrir dropar af vatninu renna út Dýrafjarðarmegin. Er það í athugun hjá hreppsnefnd Auðkúluhrepps að láta nágrannana njóta góðs af því. Enda gott samkomulag milli fjarðanna.

Það var einmitt haldinn fundur í hreppsnefnd Auðkúluhrepps í morgun og var þessu tíðindum fagnað mjög. Gefur þetta byr undir uppbyggingu þá í hreppnum sem tilkynnt var um í fyrra. Lagt var upp með að byggja lúxus íbúðarhús, til dæmis á Karlsstöðum og Hjallkárseyri og víðar reyndar. Einnig hús fyrir venjulegt fólk. Þegar nú hillir undir hitaveituna, sem löngu er ákveðin, má búast við að Auðkúluhreppur byggist aftur. Sama má segja um Þingeyrarhrepp, en þar hefur byggð einnig verið á fallanda fæti eins og allir kunnugir vita. Samþykkt var í hreppsnefndinni að veita 100 þúsund kr. styrk til að láta gera frumteikningar af Hitaveitu Auðkúluhrepps. 

Merkilegt er hvað sundlaugargestir í Sundlauginni á Þingeyri hafa gaman af að gera að gamni sínu, til dæmis snemma á morgnana. Svo tíðkast þar alls konar menningarupplestrar og ályktanir í lands-og heimsmálum sem gárunganir segja að minni bara á Snorra gamla í Reykholti sællar minningar. Kallinn var víst alltaf í laugu, sem menn kölluðu náttúrlega Snorralaug og stjórnaði þaðan öllu með harðri hendi. Í Þingeyrarlaug er Þingeyrarakademían sístarfandi og er hún víst orðin heimsfræg, eða þannig. Og fleira mætti nefna ef út í það væri farið sem nú segir....
Meira

Tónleikar hjá karlakórnum Erni sem áttu að vera í kvöld falla niður vegna veðurs. Stefnt er að tónleikum í apríl eftir utanlandsferð kórsins.

25.03.2019 - 10:31 |

240,4 m að gegnumbroti

Unnið við skeringar ekki langt frá munnanum
Unnið við skeringar ekki langt frá munnanum
« 1 af 4 »
Í viku 12 voru grafnir 70,0 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn auk 18,5 m í neyðarrými, samtals 88,5 m. Lengd ganganna í Dýrafirði var í lok vikunnar 1.403,0 m sem er 85,4 % af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 95,5 % af göngunum. Eru núna 240,4 m að gegnumbroti....
Meira
22.03.2019 - 12:25 | Hallgrímur Sveinsson

Í tilefni dagsins: Hvað er Andorra?

 Mynd: Skíðasvæði í Andorra. (Wikipedia)
Mynd: Skíðasvæði í Andorra. (Wikipedia)

Það barst í tal hjá spekingunum í sundlauginni á Þingeyri í morgun hvað þetta Andorra eiginlega væri sem strákarnir okkar ætla að fara að spila við í fótboltanum í kvöld. Við fórum náttúrlega að rifja upp gömlu landafræðina og svo á Wikipedia auðvitað. Í örstuttu máli fyrir hina fróðleiksfúsu:

Andorra er landlukt furstadæmi í austurhluta Pyreneafjalla, milli Frakklands og Spánar. Höfuðborgin heitir Andorra la Vella og er sú höfuðborg Evrópu sem stendur hæst, í 1.023 metra hæð. (Madrid, höfuðborg Spánar er 646 m. y. s.) Landið er aðeins 468 ferkílómetrar að flatarmáli og er því sjötta minnsta land Evrópu. Sem sagt eitt af dvergríkjunum. Frakklandsforseti er formlegur
þjóðhöfðingi.

Meðal íbúa Andorra mæla flestir katalónsku (39%) og næstflestir spænsku (35%). Þvínæst koma portúgalska (15%) og franska (5%). Aðeins þriðjungur landsmanna eru andorrískir að uppruna.

Andorra er vinsæll ferðamannastaður sem fær yfir 10 milljónir ferðamanna árlega. Áður fyrr var smygl á vörum milli Frakklands og Spánar mikið stundað samkvæmt gömlu landafræðinni. Þar eru vinsæl skíðasvæði. Landið er auk þess skattaskjól. Það er ekki í Evrópusambandinu. Árið 2016 var íbúafjöldi 77,281. Lífslíkur í Andorra voru þær mestu í heimi árið 2013, 81 ár.

Hvorki flugvellir né lestarsamgöngur eru í landinu. Þó eru til þyrlupallar. Vegakerfið er 279 kílómetrar að lengd.

Yfirlit yfir vikulega framvindu Dýrafjarðarganga Dýrafjarðarmegin
Yfirlit yfir vikulega framvindu Dýrafjarðarganga Dýrafjarðarmegin
« 1 af 6 »

Í viku 11 voru grafnir 93,8 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn. Lengd ganganna í Dýrafirði var í lok vikunnar 1.333,0 m sem er 81,1% af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 94,1% af göngunum. Eru núna 310,4 m að gegnumbroti.


Grafið var í basalti og þunnum setlögum. Í lok vikunnar var byrjað á síðasta útskotinu í göngunum en í því er eitt hliðarrými. Allt efni úr göngunum var keyrt beint í vegfyllingu.

...
Meira
Elfar Logi Hannesson leikari, Dimmalimm prinsessa og svanaprinsinn á góðri stund
Elfar Logi Hannesson leikari, Dimmalimm prinsessa og svanaprinsinn á góðri stund
Kómedíuleikhúsið frumsýndi fyrir skömmu hið ástsæla ævintýri Dimmalimm fyrir fullu húsi á brúðulofti Þjóðleikhússins.
Sagan um Dimmalimm er eftir listamanninn Mugg (Guðmund Pétur Thorsteinsson). Upprunalega samdi hann söguna og myndskreytti fyrir systurdóttur sína árið 1921 en síðan þá hefur sagan margoft verið gefin út og túlkuð í gegnum ólík listform. Elfar Logi Hannesson leikari sér um brúðuleikinn, Þröstur Leó Gunnarsson um leikstjórn og tónlist eftir Björn Thoroddsen, en þess þeir eiga frá Bíldudal líkt og Muggur sjálfur. Marsibil G. Kristjánsdóttir og Alda Veiga Sigurðardóttir eiga veg og vanda að aðalsöguhetjunni Dimmalimm og félögum. Kómedíuleikhúsið er fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum en verkið var 44. verk leikhússins frá upphafi (1997). Flest eiga leikverkin það sameiginlegt að tengjast sögu Vestfjarða á einn eða annan hátt.

Hér má tryggja sér miða á þessa fallegu sýningu en einnig má skoða hér skemmtilegt myndband Kómedíuleikhússins um Dimmalimm eða hlusta Dimmalimm taka á lagið.

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð úr sjóði sem verkefnisstjórn veitir úr í umboði Byggðastofnunar vegna ársins 2019.


Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi á þar til gerðu eyðublaði sem finna má á Þingeyrarvefnum (Umsóknareyðublað hér), fésbókarsíðu Blábankans og heimasíðu Vestfjarðarstofu.


Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2019. Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu við Dýrafjörð eru hvattir til að sækja um. 


Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri Agnes Arnardóttir, netfang: agnes@vestfirdir.is 

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31