A A A
  • 1975 - Sesselja Hreinsdóttir
  • 1977 - Elísabet Sif Helgadóttir
  • 2011 - Máni Sigurjónsson
25.02.2017 - 06:34 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Björn Ingi Bjarnason

Gengur yfir heiði heim í helgarfrí

Þór Engholm og Elísabet Pétursdóttir ganga af Sandsheiði og niður á Ingjaldssand. Ljósm.: ruv.is
Þór Engholm og Elísabet Pétursdóttir ganga af Sandsheiði og niður á Ingjaldssand. Ljósm.: ruv.is

Ég fer heim ef mig langar heim, segir nemandi í Menntaskólanum á Ísafirði - sem hefur þurft að ganga yfir heiði til að komast heim til sín á Ingjaldssand í Önundarfirði í fríum.


Þór dvelst á heimavist Menntaskólans á Ísafirði meðan á námi stendur. Á helginni ætlar hann að ganga heim til sín á Ingjaldssand.


Ingjaldssandur er í Önundarfirði en til að komast þangað er farið um Dýrafjörð og yfir Sandsheiði sem er sjaldan mokuð. Þór fær systur sína og mág til að aka sér eins langt og þau komast.

...
Meira
24.02.2017 - 21:28 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Fjölmiðlar á landsbyggðinni: - Fullt af tilkynningum og fréttum um ekki neitt!

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
« 1 af 2 »

Jón Ólafur Björgvinsson, Nonni Björgvins  frá Siglufirði, nú búsettur í Svíþjóð, skrifar athyglisverða grein á bb.is í dag, 24. febrúar.Hún nefnist Skortur á frjálsum óháðum fjölmiðlum á landsbyggðinni er stórhættulegt lýðræðisvandamál.

Þar segir svo m. a.


„Málefni venjulegs fólks á landsbyggðinni eru sjaldan birt í stærri fjölmiðlum á Íslandi. Einfaldlega vegna þess að í þeim vefmiðlum eða þeim örfáu prentuðu blöðum sem fólk hefur aðgang að eru ekki birtar neinar “krítískar” greinar um bæjar og stjórnsýslumál eða umræða um málefni sem fólk er ekki sammála um. Fullt af tilkynningum og “fréttum um ekki neitt” birtast vissulega daglega og allt virðist á yfirborðinu vera í góðu lagi og auðvitað hafa stærri fjölmiðlar engan áhuga á að birta fréttir um ekki neitt, en þeir eru svo sem ekkert sérstaklega duglegir eða áhugasamir um að afla sér frétta frá landsbyggðinni heldur. Hér er ekkert að gerast, öll dýrin í skóginum eru vinir og allir eru sammála, eða hvað?“


   Svo mörg voru þau spöku orð og miklu, miklu fleiri.

...
Meira
24.02.2017 - 19:46 | Vestfirska forlagið,Landssamband Fiskeldisstöðva,Björn Ingi Bjarnason

Arctic Fish fær nýjan vinnubát til Þingeyrar

Hafnarnes í Reykjavíkurhöfn.
Hafnarnes í Reykjavíkurhöfn.
« 1 af 2 »

Í vikunni kom til Íslands nýr vinnubátur fyrir Arctic Fish.  Báturinn er smíðaður í Póllandi og er 16 metra langur og 9 metra breið tvíbytna.  Hann hefur fengið nafnið Hafnarnes og verður með heimahöfn á Þingeyri.  Hafnarnes er afar vel búinn vinnubátur og er koma hans til marks um þá fagmennsku sem einkennir uppbyggingu fiskeldisins á Íslandi.  Þátttaka erlendra fiskeldisfyrirtækja í uppbyggingunni hér á landi leiðir til þess að fyrirtækin á Íslandi fá æ betri búnað og verkfæri og eykur það á öryggi í kringum eldið, bæði fyrir fiska og menn.


Meðfylgjandi myndir voru teknar af Hafnarnesinu í Reykjavíkurhöfn í gær. 

...
Meira
24.02.2017 - 18:05 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið,Einar Guðfinnsson

100 þúsund hágæða máltíðir á dag frá Bíldudal

Frá Bíldudal.
Frá Bíldudal.

„Nú í ár slátr­um við 10.000 fisk­um á dag og flytj­um út 5-6 daga vik­unn­ar um 100 þúsund hágæða máltíðir að vest­an á dag, eða á bil­inu 40-50 tonn af slægðum laxi,“ seg­ir Kjart­an Ólafsson stjórnarformaður fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann í gær.


Arn­ar­lax slátraði 6.000 tonn­um af laxi á síðasta ári, en á þessu ári er stefnt að 10.000 tonna fram­leiðslu. Á næstu þrem­ur til fimm árum er stefnt að því að tvö­falda þá tölu og fram­leiða ná­lægt 20.000 tonn­um.

...
Meira
24.02.2017 - 14:33 | Vestfirska forlagið,Blaðið - Vestfirðir,Björn Ingi Bjarnason

Vestfirska vísnahornið - "Höldum áfengi til Haga“

Teitur Björn Einarsson, alþingismaður, frá Flateyri.
Teitur Björn Einarsson, alþingismaður, frá Flateyri.
« 1 af 2 »
Áfengisfrumvarpið er farið að vekja hörð viðbrögð í þjóðfélaginu. 
Má þar nefna Landlæknisembættið og hina eitilhörðu Akademíu á Þingeyri. 

Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn lætur sitt ekki eftir liggja í orðsendingu til blaðsins Vestfirðir: 
Það er ekki einleikið hvað áfengisauðvaldið getur dregið unga og einfalda dreifbýlisþingmenn á asnaeyrunum. 
Í fyrra Vilhjálm Árnason, Skagfirðing og nú Teit Björn Einarsson, Önfirðing....
Meira
24.02.2017 - 11:22 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Fjórðungssamband Vestfirðinga,Vestfirska forlagið

53 VERKEFNI HLJÓTA STYRK ÚR UPPBYGGINGARSJÓÐI

4.000.000 kr – Rekstur Edinborgarhússins ehf (til eins árs).
4.000.000 kr – Rekstur Edinborgarhússins ehf (til eins árs).
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur nú lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2017 og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur staðfest tillögu nefndarinnar um úthlutun. 
Samtals eru um 65 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar á Vestfjörðum, en hluta þeirrar upphæðar hefur þegar verið ráðstafað í styrkjum sem eru ákveðnir til tveggja eða þriggja ára....
Meira
24.02.2017 - 11:19 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

FRAMTÍÐ -ACT ALONE- Í HÆTTU

Frá Act alone síðasta sumar er Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson kynntu einleik sinn um einbúann Gísla á Uppsölum.
Frá Act alone síðasta sumar er Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson kynntu einleik sinn um einbúann Gísla á Uppsölum.
Ef ekki kemur til aukins fjármagns til einleikjahátíðarinnar Act alone getur svo farið að hátíðin leggist af. Þetta kemur fram í bréfi Elfars Loga Hannessonar sem dregið hefur vagn hátíðarinnar sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í vikunni. Þar segir Elfar Logi reksturinn í járnum og allt benda til þess að dagar hátíðarinnar séu taldir. Hátíðin var haldin í þrettánda sinn síðasta sumar og segir Elfar Logi að þó hátíðin sé kominn á táningsaldur hafi fjármögnun hennar gengið erfiðlega. Segir hann jafnframt sárast að Menningarmálaráðuneytið hafi einungis styrkt hátíðina einu sinni, en það hafi á sama tíma styrkt aðrar listahátíðir á höfuðborgarsvæðinu og segir Elfar Logi vandamálið í raun risavaxið þar sem staða atvinnulistar á landsbyggðinni sé mjög bágborinn og njóti ekki skilnings innan ráðuneytisins og spyr hann hvort þetta sú byggðastefna sem við viljum viðhafa? Að hafa listalausa landsbyggð? Stjórnendur Act alone hafa óskað eftir fundi með Menningarmálaráðherra, en ekki borist svar við beiðninni....
Meira
24.02.2017 - 08:56 | Vestfirska forlagið,Skógræktin,Björn Ingi Bjarnason

Búskaparskógrækt kynnt búandi bændum í Húnaþingi vestra - Greinilegur áhugi meðal bænda

Sæmundur Þorvaldsson talar. Tuttugu bændur frá sautján býlum sóttu kynningarfund um búskaparskógrækt á Gauksmýri. Greinilegur áhugi er meðal bænda á verkefninu enda margt að vinna með því að flétta saman skógrækt og hefðbundnum búgreinum. Mynd: Johan Holst.
Sæmundur Þorvaldsson talar. Tuttugu bændur frá sautján býlum sóttu kynningarfund um búskaparskógrækt á Gauksmýri. Greinilegur áhugi er meðal bænda á verkefninu enda margt að vinna með því að flétta saman skógrækt og hefðbundnum búgreinum. Mynd: Johan Holst.

Tuttugu bændur af sautján býlum í Húna­þingi vestra sóttu á þriðjudaginn kynn­ing­ar­fund um búskaparskógrækt sem Skóg­rækt­in hélt í sveitarfélaginu. Mikill áhugi virðist vera á verkefninu meðal bænda.
Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi  umhverfis­ráðherra, fól Skógræktinni í október að ann­ast þróunar- og átaksverkefni í bú­skap­ar­skógrækt í Vestur Húnavatnssýslu. Hug­takið búskaparskógrækt er tilraun til að ís­lenska það sem á ensku hefur verið kallað agroforesty en fleiri útgáfur hafa heyrst svo sem skógarbúskapur, skógarlandbúnaður, landbúnaðarskógrækt og e.t.v. fleiri. Þessa búskapar­aðferð má skil­greina sem svo á einfaldan hátt að það sé sjálf­bær land­nýting  þar sem skóg- eða trjárækt er á sama svæði og annar bú­skapur og afurðir búsins komi jafnt úr skóginum sem úr akuryrkju eða kvikfjárrækt.


Verkefninu fylgir 11 milljóna króna fjárveiting og þar af eru sjö milljónir ætlaðar til beinna aðgerða eða framkvæmda. 
Aðgerðir sem breytt geta hefðbundnum búskap í búskaparskógrækt eða skógarbúskap geta verið þessar meðal annars:

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31