Andlát: - Ásgeir Guđbjartsson
Ásgeir Guðbjartur Guðbjartsson, „Geiri á Guggunni“, skipstjóri og útgerðarmaður, lést miðvikudaginn 22. febrúar 2017, á Sjúkrahúsinu á Ísafirði á 89. aldursári.
Ásgeir fæddist 31. júlí 1928 í Kjós í Grunnavíkurhreppi. Foreldrar hans voru Jónína Þ. Guðbjartsdóttir, húsfreyja, og Guðbjartur Ásgeirsson, formaður og útgerðarmaður.
Ásgeir flutti ungur með foreldrum sínum til Hnífsdals og síðan til Ísafjarðar þar sem hann ólst upp. Hann var nýfermdur þegar hann byrjaði fyrst til sjós og var á dragnót upp á hálfan hlut. Ásgeir vann um tíma hjá Norðurtanganum og við beitingu. Sextán ára gamall fór hann að róa upp á heilan hlut á línu-, troll- og síldarbátum.
...Meira